Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, apríl 22, 2006
Á fimmtudaginn fórum við Emelía mamma í vinnuna hennar til að sýna mig. Fólkið var ofsalega hrifið af mér og kepptist við að halda á mér og dásama mig. Mér fannst athyglin bara nokkuð skemmtileg þar til allt í einu urðu upplýsingarnar of miklar og brutust út í orgi svo við mamma þurftum að fara heim. Í dag fórum við allar í nafnaveislu til Måns og í þrítugsafmæli til foreldra hans. Pabbi hans Måns, Pål, vinnur nefnilega með Auði mömmu. Ég var lang stilltust af þeim fjórum börnum sem voru í veislunni og svaf mest allan tímann. Í dag keyptum við líka kerru handa mér en hana ætla ég að fara með til Íslands í sumar. Kíkið endilega á myndir af viðburðum seinustu daga. |