Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 26, 2006
 
Jæja, elsku lesendur. Það er ansi langt síðan að ég eða Auður blogguðum enda höfum við engar fréttir að færa þar sem hún Anna Eir kjaftar öllu í ykkur áður en okkur gefst tækifæri til að skrifa.
Byddí spurði í kommenti í gær hvort ég ætlaði ekki að halda upp á XX afmæli í sumar. Að sjálfsögðu held ég upp á afmælið mitt, ég hef gert það allavega seinustu 10 ár (man ekki lengra) fyrir utan í fyrra þegar ég var með mikla meðgönguógleði. Mér þykir afar skemmtilegt að halda veislu til að sjá allt það góða og skemmtilega fólk sem við þekkjum.
Ég er ekkert feimin við að tilkynna það að XX stendur sem sat fyrir töluna 30. Já, ég verð þrítug í sumar og gleðst bara yfir því. Ég er ekki með neinn aldurskomplex þó síður sé, sérstaklega þegar Svíar verðlauna svona háaldrað fólk með því að gefa því 4 auka sumarfrídaga!
Veislan verður sem sagt laugardaginn 15. júlí en ég á afmæli 17. júlí. Veislustaður er óákveðinn en ég mun tilkynna hann um leið og ég veit.
Það er sem sé engin tilviljun að við komum um þetta leyti til Íslands ;)