Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, apríl 03, 2006
 
Við mamma fylgdum langömmu Mundu og Sollu og Önnu í rútubiðskýlið í dag. Það hefur verið mikið stuð að hafa þær og vona ég að þær komi aftur í heimsókn til mín því ég lærði svo ofsalega mikið hjá þeim.
Ég fékk besta nætursvefninn minn hingað til; svaf alein (þ.e. í rúminu en ekki ofaná bringunni á Auju mömmu) í 3 + 2 + 1,5 klst.
Í morgun hraut ég á öxlinni á Önnu en það lærði ég hjá ömmu Mundu, sem hrýtur ábyggilega hæst í heimi.
Solla kom með videoupptökuvélina sína og var ofsalega dugleg að mynda mig bak og fyrir í ferðinni. Nú eru sko til heimildir fyrir því hversu þæg og dugleg ég er; ég hlakka sko til að sjá myndbandið.

Kíkið endilega á myndir af öllu fína dótinu sem ég fékk og mynd af Sollu frænku að taka af sér maska.