Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, september 03, 2006
 
Í gær var ég hálfs árs. Mömmur mínar buðu því öllum sem við þekkjum í Uppsala og Hrönn, Georg og Eiríki í afmæli til mín og til að fagna því að ættleiðingin mín er skráð í öll kerfin í Svíþjóð. Því miður komust ekki Uppsalabúarnir en það var samt rosalega gaman hjá okkur Eiríki, ég horfði oft agndofa á allt sem hann kunni. Auja mamma gerði rosalega gott með kaffinu, bakaði súkkulaðiköku án mjólkurvara svo Emelía mamma gæti fengið eitthvað, gerði heitan rétt og fleira.

Annars er ég orðin svo hrikalega dugleg að lyfta mér upp á hnén, alveg sjálf. Mér tókst það í fyrsta skiptið á föstudaginn og í dag gerði ég það oft. Sjáiði bara myndirnar.

Nýjar myndir frá ágúst og úr afmælinu mínu.