Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
 
Það er heillangt síðan ég bloggaði seinast og ætti örugglega eitthvað markvert að hafa gerst hjá okkur en ég man eiginlega ekki hvað við höfum verið að dunda okkur.
Ég man að á sunnudaginn fórum við til Uppsala í heimsókn til Snævars, Sigrúnar og Sólveigar Birtu. Við vorum að hitta nýju stelpuna í fyrsta skiptið og leist okkur alveg ofsalega vel á hana.
Við fórum líka í heimsókn til Örnu, Karvels og strákanna og vorum við að sjá íbúðina þeirra í fyrsta skiptið. Hún er glæný og rosa flott. Ég tók út herbergi Arnars Smára og Hauks Freys því við Auður erum að fara að innrétta barnaherbergi fyrir Önnu Eir. Hún á að vera í því sem kallast núna gestaherbergið. Við ætlum sem sagt í IKEA á fimmtudaginn til að kaupa eitthvað fínt barnadót.

Auður er búin að vera að æfa Önnu Eir að kafa með því að telja upp á þremur, segja "kafa" og hella vatni yfir hausinn á henni í baði. Anna Eir hefur verið ofsalega dugleg, heldur niðri í sér andanum og lokar augunum.
Í gær fórum við í barnasundið og prófuðum að kafa almennilega, margoft. Anna Eir var á sundlaugarbakkanum og togaði ég hana niður í laugina á bólakaf og dróg hana upp úr. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Anna Eir stóð sig afskaplega vel og var alveg með á nótunum þrátt fyrir að það reyndist mér mjög erfitt að fá hana til að horfa á mig þegar ég taldi niður, allir aðrir voru svo spennandi.

Ég setti inn link á bloggið hans Ögmundar frænda Auðar hérna til vinstri. Kíkið endilega á það, mjög skemmtileg lesning.
Einnig uppfærði ég linkinn hans Kalla, hann er víst löngu hættur með gömlu síðuna sína en byrjaður með nýja.

Setti inn eina mynd frá október og svo nokkrar úr nóvember.