Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 24, 2006
 
Ég er sko farin að borða sjálf, allavega smá meðlæti. Á mánudeginum í seinustu viku var mamma að borða brauð með kavíar. Mér fanns vera kominn tími til að mér væri gefinn fullorðinsmatur svo ég keyrði nokkrum sinnum á mömmu í göngugrindinni minni til að hún fattaði hvað ég vildi. Brauðið var rosalega gott en soldið salt.
Næsta dag fékk ég aftur brauð með kavíar (soldið minna af kavíarnum í þetta sinn) en ég þurfti að keyra soldið á mömmu fyrst. Og á miðvikudeginum held ég að mamma hafi loksins náð því að ég vildi borða það sem hún var að borða sem var kínverskur matur, rosa góður.
Eftir þetta fæ ég alltaf Cheerious með matnum og t.d. rúsínur, melónur eða mandarínur. Mér finnst Cheeriousið best og er nokkuð lunkin við að setja það upp í mig. Ég skil samt ekki alveg af hverju tungan reynir að ýta Cheeriousinu út úr munninum þegar puttarnir mínir eru að reyna að ýta því inn. Svo skil ég heldur ekki hvað mamma er alltaf að baksa á gólfinu eftir að ég er búin að borða, ég held að hún sé að borða matinn minn sem hefur dottið á gólfið, allavega hverfa matarleifarnar alltaf.

Á mánudaginn í seinustu viku kom Auja mamma með mér og Emelíu mömmu á sundnámsskeiðið. Auja mamma var á bakkanum og tók myndir og video af mér. Ég var nefnilega svo hrikalega dugleg að hoppa sjálf af bakkanum og út í sundlaugina og í kaf. Ég veit alveg að ég á að halda niðri í mér andanum þegar ég hoppa út í.

Amma og afi í Kjalarlandi komu í heimsókn til mín fyrir viku og fóru á mánudaginn aftur til Íslands. Þau gáfu mér nokkrar bækur, m.a. eina með fullt af dýrum sem Auja mamma les fyrir mig á hverju kvöldi. Auja mamma veit nefnilega hvað öll dýrin í bókinni segja.
Ég fékk líka ofsalega sniðugt tæki sem kallast dúsa. Maður setur ávexti í net og skrúfar handfang á og þá get ég sjálf nagað ávexti án þess að þeir standi í mér, sem er afar mikill kostur skilst mér.
Það var ofsalega gaman hjá okkur og vildi ég alltaf vera hjá ömmu og afa. Við fórum tvo daga niður í bæ. Annan daginn hittum við Börk, bróður ömmu niðri í bæ og vorum með honum allan daginn. Börkur er læknir og vinnur í Stokkhólmi en býr á Íslandi.
Hinn daginn var ég með Auju mömmu og afa heima því Emelía mamma og amma fóru niður í bæ svo amma gæti keypt jólagjafir. Við skruppum svo niður í bæ til að hitta þær og svo fór ég heim með ömmu og afa en mömmur mínar fóru í bíó saman. Ég var sko rosalega þæg hjá ömmu og afa en fór samt að hágráta þegar þau ætluðu að gefa mér að borða, ég var líklega bara soldið þreytt.
Takk æðislega fyrir að koma til mín, ég hlakka ofsalega til að sjá ykkur um jólin.

Kíkið endilega á nýjar myndir.