Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, nóvember 11, 2006
 
Við gerðum herbergi fyrir Önnu Eir í dag. Drösluðum nánast öllu út úr gestaherberginu, skildum eftir svefnsófann og eina hillu sem við erum ekki búnar að ákveða hvar við ætlum að hafa. Flutningurinn gékk nokkuð vel með sæmilega miklu nöldri eins og vanalega þegar við Auður vinnum saman. Okkur tekst samt alltaf vel til og erum sáttar á endanum :)
Herbergið er ofsalega sætt. Við keyptum sem sagt Mammúd húsgögn í IKEA, þau eru litrík og örlítið abstrakt. Það hlýtur að vera hollt fyrir krakka að sjá að heimurinn þarf ekki að vera nákvæmlega eins og fullorðna fólkið vill alltaf hafa hann.
Núna er tölvan komin inn í svefnherbergið okkar og þurftum við að bora gat í gegnum vegginn á milli herbergjanna til að geta tengst netinu. Það er nefnilega bara ein netdós í húsinu og er hún staðsett í herberginu hennar Önnu Eirar. Það reyndist auðvelt því ekki er um burðarvegg að ræða og svo er skápur okkar megin. Einhver fyrri íbúa hefur gert hið sama því það reyndist vera gat á úthlið skápsins.
Anna Eir var sko heldur betur sátt við breytingarnar og sofnaði vært, þessi engill :)