Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, desember 07, 2006
Síðan að ég lærði að skríða á laugardaginn þá get ég ekki hætt að monta mig. Í vikunni tókst mér að taka fleiri en eitt skref í einu; mjög lítil skref fyrir manninn og langt frá því stór skref fyrir mannkynið. Hluti af ástæðunni fyrir þessari snöggu framþróun er að með því að vera á fjórum fótum þá næ ég betur í videoið, mér þykir nefnilega soldið gaman að stinga puttunum þar í og ýta á alla takkana. Fór að láta vega mig og meta í gær. Ég er 8640 g og 72 cm og hef því þyngst um 60 g og lengst um 1 cm á einum mánuði. Ég þyngist ekki mikið, hef staðið í stað í þrjá mánuði og sést það á að lærafellingarnar mínar eru horfnar. Ég borða nú alveg ágætlega en þetta er nú líklega ekkert furðulegt því ég er algjör orkubolti. Núna er ótrúlegt sport hjá mér að láta mömmu hjálpa mér upp á lappirnar svo ég geti labbað að t.d stofuborðinu og tætt soldið. Mömmu virðist samt ekki finnast þessi leikur alveg eins ánægjulegur en er auðvitað óskaplega stolt af mér. Á eftir koma amma og afi í Kópavogi í heimsókn til mín og verða þau fram á sunnudag. Kíkið á nýjar myndir. |