Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, desember 21, 2006
Við Anna Eir erum búnar að vera á Íslandi síðan á mánudaginn. Aujan mín kemur til okkar á morgun ef veður leyfir en það er frekar slæm spáin okkar megin. Þegar við Anna Eir fórum þá var 5 tíma bið á fluginu og á leiðinni lenti ég í verstu ókyrrð lífs míns, ég hélt að ég myndi í alvöru drepast. Ég var svo langt leidd að í hálfa sekúndu lofaði ég guði að ég myndi nú fara að trúa á hann ef ég slyppi lifandi en sá svo að maður á nú kannski ekki alveg að selja sálu sína og hugsaði ekki frekar um það. Anna Eir var auðvitað alveg til fyrirmyndar alla leiðina, hún er svo skapgóð þessi elska og nær alltaf að heilla fólk í kringum sig. Það voru því þónokkrir sem heilsuðu upp á hana í flugvélinni á leiðinni á klósettið, fólk sem hún hafði kynnst á flugvellinum :) Við Anna Eir búum á Álfhólsveginum þar til á morgun en þá förum við til Önnu Kristínar og Þorvarðar. Annan í jólum búum við svo hjá Magga og Heiðrúnu í nokkra daga og förum svo aftur til Önnu Kristínar og Þorvarðar. Íslenska símanúmerið okkar er að vanda 6638632. Hringið endilega í okkur :) |