Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Í gær fór ég í öppna förskolan og í fyrsta skipti sat ég ekki eins og steinrunninn þegar verið var að syngja heldur veifaði höndinni einu sinni og klappaði tvisvar! Reyndar byrjaði ég morguninn á að sitja og stara á einn pabban í hálftíma, honum fannst það smá vandræðalegt. Í morgun var ég svo enn duglegri, klappaði oft og gerði hreyfingarnar með sumum lögunum. Ég er líka farin að leika mér meira með hinum krökkunum í staðin fyrir að hanga bara í mömmu eins og áður. Svo kann ég orðið að herma eftir apa og ljóni, sem eru bæði dýr sem sungið er um. Á eftir ætlar Måns að koma í heimsókn til mín og við ætlum að renna okkur á snjóþotu. Mamma ætlar að setja inn myndir fyrir mig á eftir, ekki missa af því. |