Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
 
Helgin hjá mér var rosa skemmtileg. Ég fór í partý til nágranna okkar, þeirra Ling og Yang en Yang vinnur með Emó mömmu. Emó mamma hjálpaði til við að gera dumplings sem er svona kínveskur matur en Auja mamma hljóp á eftir mér um alla íbúðina þeirra, ég veit ekki af hverju, mest var hún fyrir mér þegar ég var að skoða dótið sem Ling og Yang eiga. Mér fannst Ling rosalega spennandi en hún var því miður upptekin við að stjórna dumplingsgerðinni. Hún lofaði að koma í heimsókn bráðum og leika við mig.

Á sunnudaginn talaði ég við öll ömmu- og- afa-pörin mín (ég á sko þrjú, ég er svo heppin) á skype og ég sýndi þeim hvað ég er orðin dugleg að labba. Ég tók margoft minnst 7 skref og ég þori stundum að labba frá einhverjum stað þar sem ég held mér í til mömmu en ekki bara á milli mammanna minna eins og áður. Þegar ég var búin með hverja strollu leit ég á tölvuna til að gá hvort ömmur og afar væru ekki örugglega að klappa fyrir mér.

Í gærmorgun fór ég með Auju mömmu í öppna förskolan og þegar við komum heim eldaði hún mat handa mér, enn einu sinni. Hún hefur oft reynt þetta en hún bara gerir ekki nógu góðan mat! Á endanum gaf hún mér krukkumat sem betur fer. Mér finnst matur úr krukku langbestur og borða bara mömmumat þegar búið er að þynna hann út með krukkumat. Ég borða líka stundum fiskbita eða kjúklingabita ef ég fæ að tína upp í mig sjálf. Mamma var svo lengi að skilja í morgun að ég vildi ekki matinn hennar að ég var næstum sofnuð við matarborðið.

Annars fór mamma í jólasokkum í öppna förskolan! ekki spyrja mig af hverju.

Annars er það helst að frétta að síðan á aðfaranótt föstudags hef ég samtals vaknað tvisvar um miðja nótt og alltaf sofið til amk 7. Mömmur mínar eru þvílikt ánægðar með mig. Ég er ekki eins ánægð því þær láta mig sofna sjálfa í rúminu mínu en það er ekki eins slæmt og ég hélt fyrst.