Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 23, 2007
 
Kristín Ingvars og Angel (Ingvars?) buðu okkur í mat á laugardaginn. Kristín var svo óskaplega elskuleg að bæði ná í okkur og keyra okkur heim. Þau búa í New Jersey fylki sem er hérna skammt frá, í sætu húsi með risa garði að hætti Bandaríkjanna. Auðvitað fengum við frábæran grillmat (veðrið býður svo sannarlega upp á það hérna) og eftirmat. Þetta var fyrsta skiptið sem við hittum Angel og ég veit satt að segja ekki hvernig Kristín var búin að lýsa okkur fyrir honum, líklega sem tveimur valkyrjum af magninu af kjöti að dæma.
Við nutum veðursins í smá stund í bakgarðinum meðan Angel var að grilla og var það nóg til að ég var bitin af einhverju kvikindi. Ég klóraði mér soldið í gær og í nótt sem varð til þess að núna er bitið stokkbólgið á stærð við lófann á mér. Ég ráðfærði mig við heimamenn hvað ég ætti nú að gera og þorði ekki annað en að hringja í Kristínu líka því heimamennirnir höfðu aldrei séð annað eins. Það er alveg ótrúlegt hvað við getum bólgnað af litlum bitum þegar það sér varla á Skandinövunum eða Bandaríkjamönnunum í þessu tilviki. Þetta er ein af þeim ástæðum sem er best að búa á Íslandi, engin brjáluð skordýr. Ég er allavega búin að bera cortizone á þetta og verð bara að bíða og sjá hvort þetta lagist ekki.

Við fórum út að borða á mexicanskum stað þegar við vorum í New Jersey City um daginn. Þjónustustúlkan var ung að aldri og soldið skondin, hress og óalvarleg. Hún komast að því að við vorum íslenskar og varð himinlifandi: “For real?”. Við játtum því. Svo var eitthvað annað sem fékk hana til að hrópa “For real”. Ég rétti þá fram vinstri hendina og sagði að hún mætti koma við mig. Stúlkan fraus soldið, horfði á hendina á mér eins og það væri eitthvað ógeðslegt á henni og spurði svo hvað hefði komið fyrir mig. Þá fattaði ég að það var eitthvað ógeðslegt á hendinni á mér, örið mitt. Það böggar mig ekkert. Aujan mín er nefnilega búin að segja í svo mörg ár að það sé kúl og ég trúi öllu sem hún segir :)
Ég sagði stelpunni að ég hefði fengið á mig sýru og Auður bætti við að við værum efnafræðingar og auðvitað kom “For real!!!”. Ég má greinlega þakka fyrir að hafa ekki fengið sýru í andlitið því þá fengi ég ábyggilega oft augngotur.