Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, janúar 20, 2008
Það varð ekkert úr badmintontímanum okkar Auðar í gær. Anna Eir byrjaði nefnilega að æla um kl. 19 á föstudeginum og hætti ekki fyrr en kl. 2:30 um nóttina. Það var samt eins og ekkert hefði í skorist í gærmorgun, hún söng og dansaði við útvarpsvekjaraklukkuna okkar. En þar sem hún hafði ekki mikla matarlyst og hafði nú verið ælandi þá afpöntuðum við pössunina. Á fimmtudaginn varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Ég var að ná í steikarfatið inn í skáp og varð vör við hreyfingu í fatinu. Í fatinu voru þrjár risastórar pöddur. Ég hef aldrei séð annan eins. Búkurinn var um 2 cm, fálmararnir tveir um 2 cm og svo skottin þrjú um 2 cm. Ég lýg þessu ekki, þetta voru stærðarinnar flykki. Þar sem það var ekki von á Auði heim strax og ég þurfti að nota fatið þá ákvað ég nú að fara yfir til nágrannans og fá hann til að segja mér hvers konar kvikindi þetta væru, just in case ef þetta væru skaðræðisdýr. Þó nágranninn væri Svíi þá kannaðist hann ekki við dýrin. Sem betur fer bauðst hann til að drepa flykkin fyrir mig, sem ég þáði því mér finnst svona ferlega ógeðslegt. Auður skammast sín hrikalega fyrir að ég hafi þurft að banka upp á hjá nágrönnunum til að láta drepa pöddur hjá okkur og það liggur við að Auður varni mér nú útgöngu í hvert sinn sem ég fer fram á gang :) Ég fann síðan mynd af dýrunum á netinu og eru þetta silfurskottur. Ég hef nú séð silfurskottur áður en þær hafa verið örlitlar og ljósgráar, ekkert ógeðslegar. Þessar voru hins vegar svona. |