Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 03, 2008
 
Ég ætla að deila með ykkur stórkostlegu húsráði. Það má vel vera að þið hafið heyrt þetta áður, ég læt samt vaða. Önnu Eir tókst að klína tyggjói í nýju flauelsbuxurnar sínar um daginn. Ég reyndi húsráðið að frysta buxurnar og síðan mylja tyggjóið úr en tyggjóið varð aldrei nógu hart svo að þetta gengi. Ég setti meira að segja buxurnar í -80°C frysti í vinnunni en samt gékk ekki að mylja tyggjóið úr. Þá prófaði ég húsráðið hennar Hlínar vinkonu, setti olíu á tyggjóklessuna og nuddaði með svampi. Og viti menn, þetta svínvirkaði. Ég gat þá líka náð tyggjóklessunni úr nýja jólasokknum hennar Auðar og baðmottunni okkar en Anna Eir missti tyggjóið sitt á baðmottuna sem Auður steig síðan á. Þá vitið þið það.

Það var sett kossabann á mig alla seinustu viku. Anna Eir neitaði að kyssa mig góða nótt og sagði alltaf: "du er með svo blautan koss, mamma". Á meðan Auður fékk alvöru kossa þá fékk ég bara fingurkossa. Eftir að ég hafði sýnt fram á betrun í þessum málum (þurrkaði mér alltaf um munninn áður en ég átti að kyssa hana og lofaði að þetta væri þurr koss) þá var ég aftur í náðinni :)

Setti inn nokkrar myndir af Önnu Eir. Jóladagatalið er ævafornt, en Auður fékk það frá ömmu sinni í Sandvík þegar hún var lítil stúlka.