Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, janúar 26, 2009
Fyrst og fremst: Gott hjá Bjögga! Svo smá dæmisaga úr svíaríki um markaðsöflin. Ég kaupi aldrei Jaffa appelsínur því þær eru framleiddar í Ísrael og ég er með prívat viðskiptabann á Ísrael þar til hernáminu og aðskilnaðarstefnunni þar verður aflétt. Það er því rosa þægilegt fyrir mig þegar búðirnar gefa upp framleiðsluland á til dæmis grænmeti og ávöxtum og svoleiðis sem ekki er í umbúðum þar sem hægt er að lesa um framleiðsluland. Í Svíþjóð er búðunum skylt að gefa upp framleiðsluland á öllum vörum og eftir að Ísraelar réðust inn í Gasa fyrir nokkrum vikum hefur salan á Ísraleskum vörum hrapað; það er ekki bara ég sem er með prívatviðskiptabann. En þar sem markaðurinn ræður og hagnaður er allt var það létt mál að stoppa þessi bjánalegu prívatviðskiptabönn. Búðirnar merktu bara Jaffa appelsínurnar og Ísralesku paprikurnar upp á nýtt þannig að þær fengu nýjan ríkisborgararétt og komu nú frá spáni. Hagnaður áfram, vandamálið úr sögunni. Þetta komst svo auðvita upp þegar einhverjir gáfaðir einstaklingar fóru að lesa á kassana sem "spænsku" ávextirnir og grænmetið höfðu komið í. |