Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, janúar 26, 2009
 
Jæja, ef einhver orðin leiður á öllum krísum og kreppum þá er hér stutt frásögn úr lífi lítillar þriggja ára stúlku sem fór í afmæli um helgina hjá vini sínum. Jack átti sumsé afmæli um helgina var þriggja ára og í svíþjóð eru nottla venjur/reglur um það hvernig þriggja ára afmæli eru framkvæmd. Minnst tveimur vikum fyrir afmælið á að vera búið að senda formleg boðskort á þartilgerðum kortum til allra gesta. (það eru líka til reglur um hverjum á að bjóða). Gestirnir mæta svo á slaginu, allir í einu og afmælisbarnið rífur upp pakkana í forstofunni, þó foreldrarnir plani yfirleitt annað. Svo eru börnin látin borða eitthvað sykurlítið (t.d. pulsur) svo er "frjáls leiktími" í 15-30 mín, svo kökur. Aftur frjáls leiktími í 15-30 mín og loks eru gestirnir leystir út með litlum pakka til þess að gestirnir viti að þeir eigi að fara að koma sér heim, 2 klst eftir byrjun afmælisins. Þetta afmæli var eftir uppskriftinni nema að Anna Eir
borðaði ekki pulsuna sína
gat bara borðað litlar hafra/kakóbollur af kökunum (það var egg í rest)
fékk eggjanammi í pokanum sínum sem mamma hennar át frá henni
fékk appelsínusafa á pilsið sitt og labbaði heim á gammósíunum