Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, febrúar 21, 2009
Fyrsta vika Maggýjar Nóu hefur verið hin ljúfasta. Hún sefur ótrúlega mikið, í vöggunni sinni, innvafin í nýju dúnsængina frá Önnu ömmu og afa Þorvarði. Þess á milli drekkur hún og þegar hún er vakandi þá finnst henni gaman að horfa á mömmur sínar sem hafa oft fengið fallegt bros. Auður og Anna Eir byrjuðu í danskúrsinum sínum fyrir tveimur vikum en samtals eru 12 skipti. Þær fóru í sama kúrs fyrir ári en þá var Anna Eir heldur of lítil og hreyfði ekki litla putta fyrr en eftir 10 tíma :) Í morgun var Anna Eir alveg komin yfir feimnina og dansaði eins og herforingi. Eins og glöggir lesendur bentu á í kommentakerfinu eftir seinustu færslu þá þvældust hormónarnir eitthvað fyrir mér, auðvitað áttu Hlín og Ósk sín yndislegu börn í febrúar, ég endurtek, febrúar, ekki september. Kíkið endilega á nýjar myndir af Maggý Nóu |