Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, júní 07, 2009
Maggý náði að velta sér einu sinni frá maga yfir á bak fyrir viku. Hún sýnir mikla hæfileika aðeins 3,5 mánaða gömul og hefur því verið sett í strangar æfingarbúðir þar sem markmiðið er að hún fari að ganga 6 mánaða og búi til sitt eigið tölvuforrit 3ja ára. Í vikunni fórum við Anna Eir með Jack vini hennar í sundlaugina við leikskólann þeirra. Þetta er útilaug með óupphituðu vatni en það virtist alveg vera þolanglegt að busla þar um stund og það var meira að segja erfitt að fá krakkana til að koma upp úr til að hlýja sér þrátt fyrir bláar varir og skjálfta. Sundlaugar eru megahitt! Í gær fögnuðum við þjóðhátíðardeginum okkar og fórum ásamt Yvonne (vinkona okkar úr billjardgenginu) á ríkisborgarahátíð okkur til heiðurs í einu af húsum Ulriksdalshallar, sem er hérna rétt hjá okkur. Við búum í Solna borg sem er úthverfi Stokkhólms og var öllum íbúum Solna, sem gerðust sænskir ríkisborgarar árið 2008, boðið til þessarar veislu. Sem betur fer mættu einungis 20 manns af 120 því nógu langan tíma tók að afhena hverjum og einum viðurkenningarskjalið :) Að sjálfsögðu enduðu herlegheitin á því að allir nýju Svíarnir sungu sænska þjóðhátíðarsönginn, sem er alls ekki svo slæmur, allavega er hann ekki nánda eins erfiður að syngja fyrir venjulegt fólk eins og sá íslenski. Ég er ekki frá því að mér líði örlítið meira sem Svía en á föstudaginn. Og í dag kusum við Auður þingmenn til Evrópuþingsins. Tvær nýjar myndir. Að lokum getið þið sýnt útlendingum þetta ef þeir vilja læra að tala um veðrið á íslensku. Viðkomandi útlendingar geta síðan notið hjálpar þessarar ágætis íslensku stúlku í fleiri myndböndum á youtube til að læra ýmsa fleiri frasa á íslensku. |