Svíþjóðarferð |
|
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, október 31, 2002
miðvikudagur, október 30, 2002
Ég er naestum thví handviss um ad Inga födursystir mín eigi afmaeli í dag og er hún thá ordin hundgömul, 40 ára. Til hamingju elsku Inga! Hérna er linkur fyrir thá sem elska ketti. Nú getid thid flutt köttinn ykkar (eda hvada kött sem er ef thví er ad skipta) á einfaldan hátt! Ég er sem sagt stödd í tölvuverinu í Karolinska Instututet ad misnota adstödu Audar, aetla ad vera á netinu í allan dag, og allt ókeypis, jei. þriðjudagur, október 29, 2002
Hey, frábært að fá kveðju frá Lottu og Sirru í gestabókina. Velkomnar á klakann, eða öllu heldur til hamingju með að vera komnar á klakann, get víst ekki boðið ykkur mikið velkomnar. Úff, skrifaði fullt í gær á makkanum upp í skóla og getiði bara hvað (nei, aldrei þessu vant fraus helvítið ekki) það er ekki hægt að gera post eða post and publish á makkanum, nema kannski með e-rjum shortköttkís og krókaleiðum sem ég kann ekki, fjandinn hafi það þetta er makki!!!! Tapaði semsagt öllu draslinu og varð þvílíkt geðvond og fráhverf tölvum í einn sólarhring (sá síðan að það er ekki hægt að kenna öllum tölvum um það hvernig makkar eru (sorrý hákon!)) og er núna að skrifa á fína fullkomna pésann okkar Emelíu. Það sem ég vildi sagt hafa í gær var að Ömmi uppáhaldsbróðir minn var í Stokkhólmi á ráðstefnu um helgina og við hittum hann á laugardaginn og fórum með hann í mjög sænskt pool (venjulegt pool í svíþjóð, fyrir þá sem eru að pæla). Hann var afar verðugur andstæðingur held hann hafi sett 5 eða 6 kúlur niður í röð í einum leiknum. Bróðir minn, sko!!! Þessi ráðstefna sem hann var á var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, ungt fólk á norðurlöndunum og lýðræði eða eitthvað svoleiðis??? Hann segir okkur kannski frá því síðar, en bráðabirgðaniðurstaða eftir 3 daga skilst mér að hafi verið þær að svíar skilja ekki dani og öfugt. Svo þurfti hann að drífa sig að ná skipinu til Helsinki, þau áttu að vera 15 klst. að sigla, held þau hafi verið látin róa sjálf! Semsagt, alveg frábært og við hlökkum ógó til þegar Ömmi kemur aftur í heimsókn. mánudagur, október 28, 2002
Ég er hinn mikli veiðimaður. Hafið ekki áhyggjur, ég er enn ekki orðin geðveik. Í dag veiddi ég heljarinnar kónguló. Ég var að hafa brauðið mitt til þegar ég tók eftir þessari kónguló við hliðina á hendinni á mér, uppi á eldhússkenknum við hliðina á ísskápnum. Auðvitað stökk ég afturábak, eins langt og ég gat, sem er nú ekki nema 1 meter því gegnt er hinn skenkurinn með vaskinum og öllu tilheyrandi (smá útidúr, þið fáið að sjá myndir af eldhúsinu eftir 2 vikur!). Ætli það sé einhvers staðar keppt í afturábaklangstökki!! Allavega. Lausaganga kóngulóa er stranglega bannaðar á mínu heimili, svo ég greip glas og ætlaði að skella yfir hana. Haldiði ekki að kvikindið hafi þá hreyft sig og tekið á rás, yfir ísskápinn. Ég fékk gæsahúð mánaðarins, það er alveg nóg að þær hreyfi sig þá fæ ég gæsahúð. Mér hryllir þó alltaf meira að vita að þær eru hérna inni heldur en að reyna að veiða þær, svo ég náði í Rambó hnífinn minn og ennisbandið og þá gékk þetta eins og í sögu. Ég hafði þó ekki kjark í mér að renna blaði undir og henda henni út því ef hún slyppi út þá myndi hún detta á lappirnar á mér eða hlaupa eftir hendinni á mér og yfir andlitið og svo upp í mig. Ég tek það fram að á föstudaginn horfðum við á kóngulóarmynd í sjónvarpinu og þaðan hef ég þessar paranoiulýsingar (Auður reyndi nokkrum sinnum að banna mér að horfa á myndina en ég taldi að ég mundi ekki bíða skaða). Ég var samt nógu stór til að stríða smá. Í hvert sinn sem ég fór inn í eldhús athugaði ég hvort kóngulóin væri ekki örugglega enn í glasinu (eins og hún myndi lyfta glasinu upp og hlaupa burt!) og svo hreyfði ég það smá til að pirra hana. Ég veit að það er ljótt að stríða (allavega ljótt að stríða Auði!) en ég er að vona að ef ég get fengið mig til að horfa á kóngulær í svona mikilli nálægð án þess að þær geti stokkið á mig (og upp í mig og allt það) þá lagist ég kannski með aldrinum. Æ, ég veit samt ekki. Aujan mín henti svo kóngulónni út þegar hún kom. Henni fannst hún samt svo ógeðsleg að það var með herkjum að hún tæki verkið að sér. Undur og stórmerki gerðust. Það kom viðgerðarkall til mín. Hann leit á viftuna, hún á að vera svona, óskaplega hljóðlát (ekki rafmagnsvifta) og með örlitlu sogi! Hann ætlar síðan að hafa samband við aðra kalla útaf hitanum (eða öllu heldur kuldanum) og einhverjum skáp sem er ómögulegt að opna nema hafa skúffuna fyrir neðan opna! Og svo kom kall frá Riksbyggen (eigendur íbúðarinnar okkar) til að mæla radon. Ég veit ekki hvort maður á að vera hræddur eða þakklátur. Hann var að mæla fyrir ríkið, og fékk ég örlitlar upplýsingar upp úr honum, ekki mjög ræðinn á sænskunni og talaði litla ensku. Hann fór hann að tala um cesium frá Tjernóbyl, en það var einungis til að koma mér á rétta sporið að ég held, svo ég skildi hvað radon væri!!! Ég tel nefnilega að hann hafi haldið að ég vissi ekkert hvað radon væri því hann skildi ekki nú í fyrsta lagi ekki orðið “radon” þegar ég bar það fram, hálfvitar þessir Svíar. Ég spurði auðvitað hvort þetta radon kæmi frá Tjernóbyl en hann kvað svo ekki vera og þá fór hann að tala eitthvað um byggingar og brýr og dæmi, ég skil nú ekki alveg hvað hann var að tala um. Hann skildi svo eftir dós merkta “Electret radon monitor” sem þeir ná í næsta föstudag. Hann var einnig með rosalegan mæli og kvað mig ekki vera í hættu. Og svo græddum við Auður einn klukkutíma. Svíar skiptu nefnilega úr sumartíma í vetrartíma í dag, en það vissum við ekki. Auður mætti því kl. 8 í “vinnuna” í morgun, klukkutíma fyrr en vanalega. Viðburðarríkur dagur í dag. sunnudagur, október 27, 2002
Byddí brjál og Árni Jökull, nýji strákurinn hennar, áttu afmæli í gær. Byddí varð 26 en Árni Jökull eins mánaða. Til hamingju bæði tvö. Hringdi í mömmu í gærkvöldi, bara til að spjalla. Konan hefur svo mikið að gera að ég þurfti að elta hana um allt Ísland og fann hana loksins í húsi á Selfossi (hjá Sollu móðursystur). Þær systurnar voru nefnilega svo hörkuduglegar, ruddust á föstudaginn inn á Grænuvelli 3 á Selfossi (headquarters Grænuvallarættarinnar, þar búa amma og afi) og rumpuðu slátrinu af. Fórum á skemmtistaðinn Bitch í gærkveldið, Bitch átti að ég held 8 ára afmæli. Að sjálfsögðu var margt um konuna. Staðurinn tekur 650 manns og við áætlum því að þarna hafi verið um 600 kellur. Það vakti athygli hjá okkur að þarna voru 5 í pilsi og þar af 4 í stuttu pilsi, m.a. Auður. Auk þess var ein í stuttu pilsi og buxum innan undir, en það telst ekki með. Af þessum 600 konum voru því tæplega 1 % í pilsi, sem er jafn mikið og t.d. fólk sem þjáist af geðklofa. Þar sem grunnástandsklæðnaður þessa hóps af konum er fyrst og fremst buxur þá er spurning hvort þessar 1 % sem klæða sig í pils séu í raun klæðskiptingar! Grunnástandsklæðnaður karlmanna er nefnilega líka buxur en ef þeir voga sér að fara út á djammið í pilsi þá eru þeir augljóslega klæðskiptingar. Fórum á McD á leið heim. Við stóðum í röðinni og kjöftuðum þegar e-r strákur, sem var greinilega að hlusta á okkur, sagði: “Hokkolat”. Svíar bera súkkulaði svona fram, svo ég sagði bara: “Nej, inte hokkolat”. Eftir smá stund endurtók hann þetta og ég svaraði honum eins, skildi ekkert hvað drengurinn var að rugla. Við hliðina á okkur fóru einhverjir aðrir strákar að hlusta á okkur og spurðu svo hvort við værum íslenskar og við játtum því. Þá sagði vitleysingurinn “Hokkolat” í þriðja skiptið. Strákarnir við hliðina á okkur sögðu þá við hann: “Þær eru íslenskar, ekki finnskar”. Fyrst vitleysingurinn hélt að við værum finnskar þá hef ég ekki hugmynd um hvað þetta “Hokkolat” á að þýða. Þessir við hliðina á okkur voru greinilega afar heillaðir af að við vorum íslenskar og fengum við að heyra “Finnbogadóttir” og “Tungur knífur”. Annar þeirra var greinilega vel að sér í “Hrafninn flýgur” því hann fór með örlitla senu: “Gestur har drepit Þórð, met thessum kníf. Tetta er tungur knífur”. Þessi ungi maður er betur að sér í þessari mynd en nokkur Íslendingur ábyggilega. Hann sagði okkur að hann hefði lengið leitað þessarar myndar, hann elskaði hana en skildi bara ekki af hverju hún fengist ekki á videoleigum. Við sögðum bara: “Ye, we wonder why!”. Annars erum við Auður orðnar frekar spenntar að sjá þessar blessuðu mynd, við verðum að sjá þessa senu, ég meina, ungt fólk hérna kann línu úr myndinni, þetta hefur greinilega haft mikil áhrif á þau. Ég tel að myndin hafi í raun verið leynilegur áróður Davíðs Oddsonar, og tókst augljóslega snilldarlega að heilaþvo ungmenni heillrar þjóðar! Okkur fannst þetta bara gaman, þetta er annað skiptið sem við förum á þennan McD stað og í bæði skiptin fer einhver að tala við okkur í röðinni um “Tungur knífur”, magnað. |