Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
 
Rétt til getid, ég er enn einu sinni í Karolinska. Thad er bara svo mikid á netinu, ég held ég sé ekki einu sinni hálfnud!

Loksins er búid ad selja Ford drusluna okkar, thad er ekki búid ad taka neinn smá tíma. Fólk er bara leidinlegt ad hafa ekki viljad hann fyrr og ekki borgad eins mikid og vid vildum. Og ekki hef ég mikid álit á thessum bílasölunáungum í Brimborg. Thegar ég lét bílinn inn gaf ég vidkomandi sölumanni upp fullt af upplýsingum sem hann skrádi í tölvuna, sagdi honum ad vetrardekkin vaeru í skottinu og ad allir pappírar vaeru í bílnum, en samt thurftu their ad hringja í pabba nokkrum sinnum til ad spyrja hann út í thetta allt saman sem thurfti svo ad hringja í mig. Pabbi sá nefnilega um thetta fyrir mig, thar sem ég er stödd í rassgati.
Í thakklaetisskyni sendi ég mömmu og pabba til Prag í morgun og verda thau fram á sunnudag. Yfirskin ferdarinnar er árshátíd vinnunni hans pabba.

Um helgina aetlum vid Audur thví ad fara ad versla; eldhúsbord og stóla (jólin eru á naesta leyti og vid eigum von á fyrirferdarmiklum gestum!), kodda (fyrir alla gestina sem aetla ad gista hjá okkur), bókahillu (flestar bókanna eru í kassa í geymslunni), lítid hornbord fyrir graejurnar, og teppi (thad er ennthá skítakuldi inni hjá okkur, og fer sko ekki hlýnandi). Ég aetla líka ad suda um ad kaupa teskeidar (eigum bara eina, thad er pirrandi thar sem ég er forfallinn Nesquikisti) og kannski smá skilrúm svo gestirnir okkar verda ekki feimnir thegar their gista hjá okkur, thad er nefnilega bara eitt "stórt" herbergi/stofa. Svo langar mig líka í hraerivél thar sem ég aetla ad vera dugleg ad baka fyrir jólin. Ég er viss um ad mamma hlaer af thessu, ég hef nú aldrei verid mjög hjálpleg í jólabakstrinum og eiginlega bara reynt ad koma mér undan thví. Sem betur fer var ég nú alltaf í prófum fyrir jólin, sú afsökun er gód og gild. Ég á ekki einu sinni eina uppskrift af jólakökum, verd greinilega ad spjalla vid múttu.
Annars býd ég mig fram sem sérlegan smakkara. Ef einhver hefur áhyggjur af thví hvernig jólasmákökurnar séu á bragdid thá getur sá og hinn sami einfaldlega sent nokkrar til mín og ég sendi svo svar um hael.

Um helgina verdum vid Audur líka ad kaupa nokkra jólapakka. Jólapakkarnir og jólamaturinn og jólagestirnir er thad sem ég hugsa stödugt um thessa daga. Thad tekur nefnilega 4 vikur fyrir Íslandspóst ad senda pakka til nordurlandanna og thá skiptir engu hvort thad sé Graenland eda Finnland, en Faereyjar taka bara 1 viku! Heimskulegt. Thannig ad vid verdum ad fara ad drífa í thessu. Aldrei fyrr hefur hugurinn verid í thessum thönkum fyrir midjan desember. Ég hef heldur aldrei thurft ad paela neitt í jólamatnum, mamma sér alltaf um thad, madur maetir bara kl. 18 vid matarbordid á adfangadag og thá er allt tilbúid. En núna er thetta allt ödruvísi. Sem betur fer verdum vid thó fjögur um thetta, thad er, ég tharf thá ekki ad sjá ein um eldamennskuna enda myndi thad nú ekki boda mjög gott.
Mér sýnist nú ad vid aetlum samt ekki ad yfirgefa matarvenjur maedra okkar, hamborgarhryggur er sem sagt planid. Vid aelum sídan ad kaupa malt og appelsín af íslenskum sjómanni hérna í Stokkhólmi, og thid getid rétt ímyndad ykkur ad thad kostar sitt. Vid erum einnig ad paela ad kaupa hangikjöt af honum, fyrir jóladag eda annan í jólum. Aetli thad verdi svo bara ekki önd á gamlárs, ég vaeri thó líka til í kalkún, thetta er allt saman á samningastigi.
Ég er ordin glorhungrud af ad huxa um thennan gaedamat, svo bless í bili.



þriðjudagur, nóvember 05, 2002
 
Ég er búin ad vera á netinu í Karolinska sídan snemma í morgun.
Lenti í einhverju veseni ádan, allt í einu (alveg satt) opnadist einhver sída med "Nude Celeptrities" og ég get ekki lokad henni. Med sídunni opnudust tvaer adrar sídur sem ég get heldur ekki lokad. Jaeja, ég fer brádum ad haetta hvort ed er. Thid tharna tölvusnillingar, hvernig lokar madur svona sídum. Ég get ekki heagri smellt á Ikonid nedst á skjánum, thad gerist ekkert, og svo er enginn kross í horninu!!!! Thá er greinilega bara eitt haegt í stödunni, og thad er ad skoda myndirnar!

Annars rakst ég á 3 fínar myndir ádan, ekki inni á ofangreindri sídu heldur thegar ég var ad leita ad laginu "All the things she said" med T.A.T.U. (mjög flott lag og finnst á http://www.musicmass.com/, í boxi til haegri). Hún Britney lítur nú bara alls ekkert svo illa út, greyid. Ég held nú ad hún Electra hafi eitthvad misskilid brjóststaerd sína. Veit ekki deili á thessum ungu stúlkum, gaetu verid tatu stúlkurnar, thetta líkist annarri (thessari stutthaerdu) en ekki hinni (hún er med hrokkid hár í myndbandinu, en thad getur nú breyst snögglega).

Um helgina sáum vid einhvern saenskan unglingathátt thar sem prófadir voru hitabrúsar frá thremur framleidendum. Kannad var hversu vel their héldu hita, hversu audvelt var ad thvo thá med venjulegum uppthvottabursta, og hversu vel their stódust skriddrekapróf. Eihver búdareigandi hélt thví nefnilega fram ad brúsarnir sem hann seldi tholdu ad vera keyrdur yfir af skriddreka, en annad kom á daginn. Enginn brúsanna tholdi skriddrekayfirvöltun. Krakkarnir fóru thví í búdina og kvörtudu og fengu endurgreitt. Snilld. Látid ekki plata ykkur svona, prófid hitabrúsana ykkar!


sunnudagur, nóvember 03, 2002
 
Loksins gerðist eitthvað hjá okkur, en ekki bara af sjálfu sér, þetta var skipulagt.
Í gærmorgun vöknuðum við kl. 7:50. Til að þið sjáið öll sömul þvílíkt afrek þetta var þá vil ég minna ykkur á að í gær var laugardagur, sem sagt frídagur, og við vöknuðum snemma, jafn snemma og á virkum dögum!!!! Eru allir að ná þessu. Og það hlaut að vera tilhlýðileg skýring á því að við fórum fram úr. Við vorum búnar að mæla okkur mót við Hrönn og Georg á T-centralnum rúmlega 9 því saman ætluðum við að skreppa til Uppsala og hitta aðra skólafélaga úr HÍ. Mættum 10:20 til Uppsala en þar sem lestarferðin (sem tók 40 mín) hafði gengið svo vel (við kjöftuðum nefnilega svo mikið) þá steingleymdum við að hringja í Snævar og Sigrúnu og mæla okkur mót. Gerðum það og biðum á McDonald’s á meðan. Hittum svo Snævar, Sigrúnu, Örnu og Karvel. Það var nú ekki amalegt að vera með 1 “guide” á mann til að lóðsa okkur. Þetta hljóta að vera æfðir leiðsögumenn því þau létu okkur þramma alveg heilmikið og vissu ofsaleg mikið.
Sáum dómkirkjuna, en hún á að vera stærsta kirkjan á norðurlöndum og þau vildu líka halda því fram að hún væri elst. Kirkjan var mjög flott, úr múrsteinum að utan og með fullt af útskotum að innan. Þarna fer fram konungskrýningin og eru nokkrir konungar og aðalsmenn grafnir þarna.
Fórum á safn (Museum of Medical History) og sáum kattasýningu, víkingadót, kóngadót, og krufningasal. Krufningasalurinn er byggður upp eins og hringleikahús, en þar krufði einhver víst frægur læknir á 17. öld útigangsmenn og seldi aðgang. Krufningarnar fóru einungis fram á nóttunni því það þótti ekki sæma að gera það á sama tíma og kirkjan (stóra dómkirkjan) var opin, en kirkjan stendur 100 metrum frá. Á veggjunum hanga 5 gömul landakort og m.a. eitt kort af Íslandi. Okkur er því gert ansi hátt undir höfði þar sem ekkert hinna kortanna sýndi eitt land.
Fórum í gamla Uppsala, þar sem Uppsala var í gamla daga, það er svona úthverfi af Uppsala í dag. Skoðuðum þar kirkju og löbbuðum í kringum nokkra hóla þar sem kóngar voru grafnir í gamla daga, og við erum ekki tala um neina smá hóla og ekkert smá gamla daga, og það var alveg fullt af þeim. Það er búið að eyðileggja það sem var inni í sumum hólanna og á krufningalæknirinn frægi frá 17. öld (vísindamaður þess tíma) sökina. Hann gróf draslið út og er ekki vitað hvað varð um það, sem er frekar sorglegt því ég get nú ekki ímyndað mér hvaða upplýsingar hann hefur getað fengið út úr þessum haugum á þeim tíma nema að það stæði nafn viðkomandi kóngs skýrum stöfum einhvers staðar.
Fórum svo heim í fína íbúð Snævars og Sigrúnar þar sem var borðað og kjaftað, horft smá á Svía vinna Íslendinga í handbolta (eins og vanalega) og fór Staffan Olsson “yfirsvíagrýla” þar fremstur í flokki. Tókum síðan sænskt pictionary, þ.e. orðin voru á sænsku en auðvitað þýddum við þau yfir á íslensku. Náðum ekki að klára spilið þar höfuðborgarfólkið þurfti að drattast heim en við Auður vorum alveg á leiðinni að vinna!
Frábær dagur, hlakka til að hitta þau næst og er það áætlað laugardaginn 14. des þar sem við ætlum að hafa jólaglögg.

Mamma hringdi áðan, og vakti okkur, það þarf nú eiginlega ekki að taka það fram lengur! Það voru nú ekki miklir fréttaflutningar en það er alltaf svo gaman að heyra í henni, hún verður síðan að fara að drífa sig hingað og draga pabba með.

Inga frænka er með afmælisveislu (af því hún er orðin svo gömul muniði!) í dag. Ég veit bara ekkert hvar veislan er en þið ættuð að geta fundið Ingu í símaskrá Selfoss og hringt í hana! Góða skemmtun.