Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, mars 23, 2003
 
Eitt sem ég er ekki nógu ánægð með og það er að McDonald´s í Stokkhólmi hefur ekki “Grilled McChicken”. Ég smakkaði það nefnilega í Köben og var rosalega ánægð að hafa loksins fundið eitthvað á Makka sem mér finnst virkilega gott. Og í Köben er líka Kenni!

Hrönn og Georg gáfu okkur afar fínar og mjúkar steikar í gær og kom það mér á óvart að við vorum að borða lítinn bamba, hann hef ég aldrei smakkað fyrr. Það er alveg öruggt að við Auður munum kaupa þetta í bráð.
Eftir matinn vatt ég mér úr buxunum til að sýna þakklæti mitt. Byrjum aftur. Eftir matinn vatt ég mér úr buxunum, nýju gallabuxunum, (fékk lánaðar buxur hjá Hrönn til að vera í á meðan) og stytti þær. Hrönn er nefnilega svo heimilisleg að hún á saumavél en það eigum við Auður ekki. Við þurfum svo sem ekkert saumavél, ég þarf allavega bara að stytta buxur svona einu sinni á ári og enn hef ég ekki vitað til þess að Auður hafi saumað síðan að ég kynntist henni. Ég er nú ekki saumasnillingur og lenti auðvitað í smá basli en náði að klóra mig fram úr því og held barasta að nú ég eigi flottustu gallabuxur í bænum. Það er kannski soldið fyndið að vita til þess að þetta eru fyrstu Levi´s gallabuxurnar mínar, merkið skiptir mig nefnilega engu máli, bara að þær séu flottar. En fjandi eru gallabuxur dýrar!

Partýið hjá vinnufélaga mínum var ekki beint fyrir okkur Auði. Hann býr úti í rassgati og svo vorum við heillengi að finna leiðina heim til hans frá lestarstöðinni. Þegar við komum loksins að húsinu þá fattaði ég að við höfðum gleymt að skrifa niður kóðan að hurðinni til að komast inn í bygginguna. Frábært. Hann býr á 4. hæð og þar var svo hávær tónlist að enginn heyrði þegar ég henti steinum í rúðuna. Eftir 5 mínútur fór þó einhver íbúi byggingarinnar út og þá komust við inn. Kannski hefði bara verið best að við hefðum ekki komist inn, kannski var verið að segja okkur eitthvað því partýið var ekki beint í okkar anda. Þarna var enginn vinnufélagi minn nema partýhaldarinn og af þessum 10 manneskjum voru tveir Svíar. Við Auður stoppuðum því bara í rúman klukkutíma og vorum dauðfegnar að fara heim.