Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, mars 29, 2003
 
Fyrir tveimur vikum skruppum við Auður og Hrönn í pool, alltaf verið að æfa sig. Á lestarstöðinni (í Mariatorget) fór ég í búð og keypti einn snakkpoka. Afgreiðslukonan var svo vinsamleg að benda mér á að það væri hægt að kaupa þrjá snakkpoka á verði eins. Ég varð að sjálfsögðu himinlifandi því við Auður göngum nánast fyrir snakki, enda afar næringarríkt fæði. Á leiðinni heim, rúmlega þremur tímum síðar, var ég ennþá í skýjunum yfir kaupunum. Ég fór eitthvað að handfjatla pokana og skoða þá og tók þá eftir því að þeir voru útrunnir, allir þrír. Tveir frá því í febrúar og einn frá því í október á seinasta ári. Þá varð ég frekar fúl því ég hafði sko ekki séð neinar merkingar um útrunnið snakk á tilboði, bara snakk á tilboði. Við höfum nefnilega tekið soldið eftir því að Svíar eru ekki eins heiðarlegir í viðskiptum og Íslendingar, já þið verðið bara að trúa því. Að vísu eiga íslenskir kaupmenn von á sektum ef þeir merkja ekki vörurnar sínar eða merkja þær ranglega en það virðist ekki vera upp á teningnum hér.
Í gær fórum við Auður í pool á sama stað og vatt ég mér þá inn í sömu búð til að kanna snakkið. Sama tilboð var í gangi og tók ég nokkra poka og kíkti á dagssetningarnar, þeir voru allir útrunnir, sumir fyrir mánuði og sumir fyrir fimm mánuðum. Ég ákvað þá að spyrja afgreiðslukonuna út í þetta þar sem mér finnst þetta nú ekki vera mjög heiðarlegt. Ég talaði ensku því ég get bara ekki tjáð mig um svona lagað á sænsku. Hún skildi vel þegar ég spurði um tilboðið og sagði að ég fengi þrjá á verði eins. Þá spurði ég hvort maður þyrfti ekki að skrifa einhvers staðar að snakkið væri útrunnið. Hún brosti bara smá vandræðilega og svaraði einhverju um að þau væru búin að lækka verðið. Ég vissi það vel (enda stendur það á miðum hjá snakkinu) en mér fannst nú ennþá heimskulegt að þurfa ekki að taka fram að í raun væri varan þeirra svikin svo ég spurði sömu spurningar aftur. Eins fyndið og það er þá þóttist hún ekki skilja mig og svaraði einhverju bara ble og það lágt. Það var svo greinilegt að konan var að skíta á sig svo þá var tilgangi mínum náð og fór ég ánægð.

Svíar virðast ekkert hafa lært á þessu því áðan keyptum við Auður bjór í Fruänen búðinni okkar, tvær 0.5 L Carlsberg flöskur áttu að kosta 20.00. Auðvitað keyptum við kassa (12 flöskur) og áttum því að borga 120 en vorum rukkaðar um 159.50. Ég fór til baka til að kanna verðið örugglega áður en ég röflaði því þessir heimsku Svíar gefa oft upp verð á drykkjum án pants. Það er svo heimskulegt að það fer ennþá í taugarnar á mér. Sjáið þið fyrir ykkur að þið kaupið ykkur t.d. hálfs lítra kók út í búð og þar stendur að kókin kosti 93 og svo minni stöfum stendur “+ 7 í pant” og samtalst borgið þið þá 100 fyrir kókina. Þetta er eins heimskulegt og það gerist. Mér finnst þetta vera eitt dæmi um hálfgert svindl á viðskiptavininum. Allavega. Ég sá ekki betur að þarna stæði bara að tvær flöskur væru á 20 og ræddi ég við afgreiðslufólkið. “Stendur að tvær kosti 20?”, spurði strákurinn. “Já”, svaraði ég. “Já, já, það er sko gamla verðið okkar”. Hann fór ekki einu sinni og kannaði þetta (eins gott fyrir hann að rengja mig ekki!) og borgaði mér mismuninn.