Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, mars 04, 2003
 
Jæja, vatnsdeigsbollurnar tókust í fjórða, þær voru allavega ætar. Þriðja deigið leit jafn illa út og deigin í gær, þunnfljótandi. Ég hringdi því enn einu sinni í mömmu til að kanna hvur fjandinn væri eiginlega að þessari uppskrift. Mamma fór vel og vandlega yfir allt og svo kvaddi ég og framkvæmdi, nákvæmlega eins og mig minnti að mamma hefði sagt. Og bara við það að hafa vatnið og smjörlíkið sjóðandi heitt í byrjun þegar maður bætir hveitinu út í gerði trikkið. Hvað á það að þýða að vera með svona smámunasemi. En þegar ég hafði hrært fjórum eggjum saman við var deigið orðið hættulega þunnt. Við fengum því eina plötu af þessum fínu klöttum, mun bragðbetri en í gær. Ég dundaði mér svo við að hefta til 9 form úr smjöpappír og fékk þannig 17 litlar bollur sem litu út eins og muffins því þær voru alveg þéttar í gegn en góðar voru þær. Ég á því smá í land enn með að baka vatnsdeigsbollur en læt þessar tilraunir duga á þessu ári.