Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, mars 22, 2003
 
Ætla bara að láta vita að við erum lifandi þó við höfum ekkert skrifað á bloggið í þessari viku. Ég er búin að vera að undirbúa fyrirlestra og hef eiginlega ekki gert neitt annað en ég veit ekki hvaða afsökun Emelía hefur.

Ég er allavega búin að halda þessa tvo fyrirlestra um það sem ég hef verið að gera síðan í janúar og þeir gengu bara ágætlega. Í gær fórum við Emelía svo í verslunarferð í miðbæinn, keyptum gallabuxur á hana og þar með voru peningar mánaðarins búnir. Við erum nefnilega svo miklir fátæklingar núna að við ráðum ekki við svona stórar fjárfestingar. Sem betur fer fáum við báðar útborgað á þriðjudaginn og frystirinn er fullur af varabirgðum. Eftir þetta fórum við í pool á nýja uppáhaldsstaðnum okkar (þessum ódýra) en hættum eftir 3 tíma þegar ég var orðin alveg brjáluð á því að tapa og trítluðum yfir á Häktet sem er skemmtistaður á móti poolstaðnum, þar sem er “ókeypis” inn. Maður verður að láta geyma úlpuna sína og borga 20 SEK (180 ísl. kr.) fyrir. Þar vorum við til rúmlega ellefu og fórum þá bara heim að kúra okkur.

Á eftir erum við að fara í mat til Hrannar og Georgs og síðan í partý til vinnufélaga Emelíu. Partýhaldarinn er mikill Svenson (mjög sænskur) og vonar að partýið muni endast til miðnættis! Við hlökkum ýkt til.