Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, apríl 06, 2003
 
Á föstudaginn gerðum við stelpurnar (ég, Hrönn og Auður) okkur glaðan dag. Fórum á Flatbökukofann og svo í pool. Við vorum meira að segja svo duglegar að spila í tæpa þrjá tíma. Þar sem Hrönn ætlaði að sækja pabba sinn á T-centralen um 23 leytið þá skruppum við inn á bar til að stytta henni stundirnar. Við héldum fyrst að þetta væri hálfgerður rónabar en í ljós kom að þetta var flottasti bar sem við höfum farið á hérna í Stokkhólmi og ekki var það verra að Auður fékk tvo ókeypis bjóra, í raun í boði hússins. Ástæðan fyrir því var auðvitað að Auður er svo sæt en ég þurfti sko að púla fyrir drykkjunum. Þannig var að við hliðina á borðinu okkar var Black Jack borð. Stelpurnar urðu báðar heitar að spila en ég vildi nú eiginlega bara halda mig frá því þar sem ég er alveg týpan til að finnast gaman í fjárhættuspili. Auður lét mig samt hafa 20 kall og fékk ég tvo spilapeninga fyrir það. Þar sem ég vildi auðvitað eiga sem mesta möguleika á að spila sem oftast þá ætlaði ég bara að leggja annan peninginn undir fyrst. Spilafélögum mínum (tveir kallar milli fimmtugs og sextugs) hefur ábyggilega ekki fundist mikið til mín koma því lægsta veð eru tveir peningar svo ég neyddist til að leggja allan peninginn minn undir. Og ég vann. Ég var rosalega ánægð og hélt áfram að spila en lagði aldrei meira en tvo peninga undir. Þegar mest lét var ég búin að vinna 180 kall og hrikalega montin. Þá var gömlu köllunum hætt að lítast á blikuna og virtust ekki vera neitt sérlega ánægðir með það þegar ég sagðist aldrei hafa spilað þetta áður. Ég hafði nú vit á því (með Auðar hjálp) að hætta þegar ég var 80 í gróða og gat þannig sem sagt borgað fyrir bjórana hennar Auðar.