Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, apríl 29, 2003
 
Í gær fórum við í pool að æfa okkur, því við eigum að taka prófið í næstu viku. Ég mætti á undan Emelíu og mér gekk svosem ágætlega með æfingarnar en þegar Emelía kom og við fórum að spila gat ég ekki neitt. Hundfúlt. Þarf að finna mér nýjan poolspilafélaga sem er ekki svona ógeðslega góður eins og Emelía. Ég þoli ekki að tapa alltaf. Áður en við fórum að sofa horfðum við aðeins á mynd um Judy Garland á eittunni (önnur af ríkisreknu sjónvarpsstöðvunum). Ég vorkendi henni ægilega og fannst hún hafa átt rosalega bágt en Emelíu fannst það kannski ekki alveg viðeigandi að vorkenna forríkum kvikmyndastjörum með heiminn eins og hann er.

Annars vil ég þakka Sansibar fyrir að útskýra Mullholland drive fyrir okkur vitleysingunum. Þegar ég veit svarið finnst mér þetta augljóst (eins og annað sem maður veit) og frekar snjallt. Þarf endilega að kíkja á myndina aftur en býst ekki við að Emelía vilji gera það með mér.

Emelía er annars á brunavarnarnámskeiði í vinnunni í allan dag. Svona er þetta hjá svíunum, öryggið á oddinn, brunavarnaræfing sem tekur allan daginn. Svo ætlum við á Hötorget að skoða íþróttaskó, það er að segja ef Emelía fær "staðið" út úr brunavarnarnámskeiðinu og lyktar ekki eins og brunarúst.