Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, apríl 06, 2003
Í gær hringdu djammvinkonur okkar og buðu okkur með í partý til vinkonu sinnar. Auðvitað þáðum við það. Með í för slógust tveir sætir strákar, annar frá Írak (kúrdi) og hinn frá Líbýu. Síðar komu tveir ítalskir strákar í partýið og ein sænsk stelpa. Þetta var því afar fjölþjóðlegt teiti: tveir Ítalir, tveir Arabar, tveir Íslendingar, tveir Svíar, einn Finni og einn Pólverji. Flestir töluðu fína sænsku en allavega reyndu allir að tjá sig á sænskunni. Ég sprakk stundum og varð að tala engelsku, sérstaklega þegar um mikilvægt málefni var að ræða. Eins og áður í partýi með stelpunum skemmtum við okkur mjög vel. Farið var á skemmtistað en var fólk ekki á eitt sátt um hvert ætti að halda svo helmingurinn fór annað en við. Ég efa samt að þeirra staður hafi verið eins fínn. Okkar minnti mig á kjallarann á Spotlight og var soldið líka völundarhúslegur, lágt til lofts á sumum stöðum og málaðir hlaðnir veggir. Stelpurnar voru búnar að segja að þessi staður væri fyrir alla (gay, bi og straight) og skildu þær ekkert í því af hverju hinn helmingurinn vildi ekki fara með okkur. Núna leyfi ég mér að efast um að þessi staður sé virkilega sóttur af öllum þótt hann sé kannski opinn fyrir alla, kannski nafn staðarins “Kinks and Queens” segi ykkur eitthvað. Fyrsti gesturinn sem ég mætti var klæðskiptingur á miðjum aldri og var “hún” afar vingjarnleg. Þegar ég kom inn í danssalinn þá blöstu við mér fleiri klæðskiptinar á sama aldri og sá fyrsti og sá ég enga aðra gesti. Síðar bættist við leðurpar, rosalega massaður strákur og stelpa í leðurstuttbuxum (alls ekki ljótt!). Þetta fámenni var auðvitað bara betra fyrir okkur því þá áttum við nánast dansgólfið. |