Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, apríl 17, 2003
 
Jæja, klukkan 13:30 í dag fékk ég loksins komment á ritgerðina mína. Það var svosem sama gamla sem ég fæ alltaf: “Textinn er of kumpánlegur” og “setningarnar eru of langar” og “þú gerir stavsetningarvillur” og “notaðu formlegri orð” og síðan nokkur mjög gagnleg komment og eitt tussukomment. Hef náð að breyta flestu en þarf að eyða einhverju af páskafríinu til að laga þetta og reyna að eyða út kumpánlegheitunum. Svaraði tussukommentinu auðvitað með tussuskap (ég gæti lagað þetta ef þú hefðir skilað þessu á þeim tíma sem við töluðum um).

Allavega, í Stokkhólmi er bongóblíða og við Mummi, nýji gesturinn okkar, erum á leið á jaaaaaazzzzzz! Vúhú! Við Mummi erum nefnilega músíkalskt par, sannkallaðir jazzgeggjarar, þó við séum ekki par og ég spila ekki á neitt hljóðfæri og við þekkjum ekki mikið af djössurum. Í gær fórum við niðrí miðbæ að sóla okkur og síðan var 200ast Friends sýndur um kvöldið. Stöð fimm lofaði extralöngum þætti og við Emelía hlökkuðum mikið til. En nei, þá var þessi þáttur bara 5 mín lengri en venjulegur þáttur. Skamm stöð 5. Framundan er svo nóg að gera, matur á morgun hjá vinnufélaga Emelíu og á laugardag koma síðan djammvinkonur okkar í heimsókn. Á sunnudaginn: PÁSKAEGG!!! Pabbi og Heiðrún komu nefnilega með páskaegg handa okkur, alveg æðisleg. Hlakka ógó til.