Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, apríl 15, 2003
 
Jæja, nú skammast ég mín fyrir hvað er langt síðan við blogguðum. Helgin hjá okkur var nefnilega alveg frábær. Pabbi gamli og Heiðrún hans voru í heimsókn hjá okkur. Ég sótti þau á föstudaginn á T-centralen klukkan 14:00 stundvíslega. Þau geymdu töskuna sína á lestarstöðinni og við röltum aðeins um bæinn í slabbi og skítakulda. Þegar ég var búin að teyma þau fram og til baka um gamla bæinn og þau voru orðin vot og köld og ráðvillt dró ég þau inn á kaffihús og lét þau splæsa á mig ljúffengri eplaköku og kaffibolla. Eftir það fórum við bara heim með lestinni og ég eldaði kjúklingabringur á la American style. Gestirnir voru alveg úrvinda eftir röltið í kuldanum við fórum bara snemma að sofa. Daginn eftir tókum við strætó til Älvsjö (borið fram Elfhvö) sem er smávegis skítapleis, ekki nærri því eins flott og Fruängen allavega. Það eina merkilega þar er heilsugæslan og risastór ráðstefnu- og sýningarhöll og þangað ætluðum við. Þar var verið að sýna nýjustu og flottustu bílana á hinni árlegu Stokkhólms bílasýningu. Eftir smá slagsmál við að fá fötin okkar geymd héldum við rakleitt að SAAB básnum þar sem pabbi fann ýmislegt við sitt hæfi. Nýjir fínir og glansandi sabar í röðum. Við eyddum heilmiklum tíma í að máta okkur við hina ýmsu Saab týpur en því miður gátum við ekki tekið neinn með okkur heim því verðin voru aðeins fyrir ofan það sem við höfum efni á. 4 millur, 5 millur; sá ódýrasti kostaði 2,3 millur alveg strípaður. Við fórum grátandi frá Saab básnum og á næstu bása en þar voru auðvita ekki eins flottir bílar. Sáum alls kyns “design” bíla sem áttu að vera rosa trendí og flottir en voru í raun forljótir en líka fullt af ægilegum köggum. Hitinn sem myndaðist þarna inni vegna ljósanna sem lýstu upp bílanna og vegna alls fólksins (það var ógeðslega troðið) varð til þess að við urðum að fara fyrr en við hefðum viljað, okkur lá flestum við yfirliði af þorsta og hita. Eftir stuttan rúnt í húsbíladeildinni héldum við bara heim til Fruängen þar sem við stoppuðum á “hvíta húsinu í skóginum” og fengum okkur öl. Ég held að við höfum öll verið mjög ánægð með þessa sýningu en pabbi þó mest.

Framhald síðar, er á leiðinni með nýja gestinn sem ég sótti í gær í bæinn.