Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, apríl 27, 2003
 
Jæja, nokkuð langt síðan að ég ruglaði eitthvað enda hrikalega mikið að gera í vinnunni.

Á föstudeginum fórum við Auður og Mummi ásamt Hrönn og Georg á Pizza Hut. Vitlausi þjónninn sem tók niður ranga pöntun hjá okkur Auði um daginn afgreiddi okkur. Hann las heldur ekki upp pöntunina í þetta sinn svo ég dreg þá ályktun að hann geri það aldrei. Og ég dreg líka þá ályktun að maðurinn sé algjörlega vanhæfur að taka niður pantanir því í þetta sinn fengum við ólífur á pizzunni þrátt fyrir að hafa beðið um að sleppa þeim. Georg fór heim en við hin fórum á hverfispöbbinn okkar sem er mitt á milli heimila okkar (í Mariatorget). Í þetta sinn var heppnin ekki með mér í 21 (tapaði 20 kallinum mínum) en ég var ekki algjör lúser því ég stóð uppi sem dart-meistari. Þegar við vorum að keppa kom einhver full kelling, sem ég hafði hitt á klósettinu fyrr um kvöldið, og fór eitthvað að röfla um meistara eitthvað. Ég skildi hana ekki og byrjaði því bara að rugla í henni að ég væri einmitt Íslandsmeistari í dart. Hún var þetta líka upp með sér og sagðist vera voða leið yfir því að geta ekki tekið leik við mér því hún væri að fara. Ég held hún hafi líka sagst vera einhver meistari, veit hins vegar ekki hvort hún er eins lýgin og ég. Allavega held ég að þessi frásögn mín hafi ekki verið svo fjarri sanni því ég vann báða leikina okkar og við höfðum meira að segja alvöru reglur þar sem maður þarf að hitta tvöfaldan í lokin. Við enduðum svo á Patricia sem er bátur við Slussen. Það var mjög fínt en það tók okkur ábyggilega upp í hálftíma að losna við smá velgju sem stafaði nú líklega bara af því að við vissum að við vorum á báti.

Af hverju er þessi texti svona lítill! Þar sem ég er Lútherstrúar og geri því engar játningar til presta þá ætla ég að nota síðuna mína, já og ykkur. Fylgdum Mumma á T-Centralen í gær, vistinni hans lokið, og gengum svo aðeins um í miðbænum. Þar sem við djömmuðum aðeins á föstudeginum þá hafði ég enga matarlyst í gærmorgun en skyndilega á röltinu varð ég svona asnalega hungruð (gerist mjög oft eftir djamm), var svöng en langaði ekki í neitt. Eftir þónokkra umhugsun fann ég það svo greinilega að salat var akkúrat það sem mig langaði í og það er ástæðan fyrir smæð textans. Hingað til hef ég sko haldið því fram (og oft þurft að rökræða það við Auði) að salat og/eða pasta er sko ekki matur, það er meðlæti. Það að mér detti því í hug að kaupa mér salat (í fyrsta skiptið) og framkvæmi það síðan er þ.a.l. stórt skref. Ég lít á þetta sem þroskamerki. Og btw, salatið var rosalega bragðgott.