Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, apríl 28, 2003
 
Á laugardaginn tókum við frábæra Woody Allen mynd, The Jade Scorpion. Allavega, þeir sem elska Allen verða að sjá þessa mynd. Hinir sem þola hann ekki, greyið þið því myndirnar hans eru snilld.

Í gær tókum við svo Mulholand Drive. Myndin var langdregin og leiðinleg fyrir utan tvö atriði. Auk þess sitjum við með sárt ennið því við skildum ekki neitt í þessari mynd. Svo ef eitthvert ykkar náði henni, væri sá og hinn sami þá kannski til í að útskýra hana fyrir okkur því við eyddum tveimur og hálfri klukkustund í að horfa á hana og eins og staðan er núna þá var það til einskis.