Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, apríl 22, 2003
Thad hefur verið brjálæðislega gott veður í stokkhólmi alla páskanna. Við erum orðnar freknóttar og sætar. Í dag er spáð 18°C en á morgun verða svo ský og leiðindi, skv. spánni. Páskarnir eru búnir að vera fínir hjá okkur. Á föstudaginn langa fórum við öll þrjú í partý hjá vinnnufélaga Emelíu og kærastanum hans. Þetta var svona sænskt páskapartý þar sem við mættum klukkan fimm og elduðum matinn með húsráðendum. Hinir gestirnir í partýinu svindluðu og komu ógeðslega seint og sluppu þannig við að elda eins mikið og við en við fyrirgáfum þeim. Þetta var bara mjög fínt partý þó sænskt væri því við vorum ekki neydd í neina leiki.Samtals vorum við níu, strákarnir buðu líka tveimur stelpum sem voru kærustur og tveimur stelpum sem ekki voru kærustur. Eftir að hafa spjallað og neytt áfengra drykkja héldum við öll níu í bæinn (rétt fyrir ellefu held ég) og fórum á Häktet sem við höfum oft farið á áður. Þar dönsuðum við til eitt en þá lokar á Häktet og við fórum á Tip Top sem við höfum líka öll farið á áður. Á Tip Top dansaði ég af mér skóna (bókstaflega, því áður en ég fór að heiman þurfti ég að gera við þá að innan með mannræningjateipi (svona grátt, mjög sterkt teip) og viðgerðin eyðilagðist eiginlega alveg þarna á dansgólfinu). Emelía dansaði hins vegar afar takmarkað að venju. Á laugardaginn var svo partý hjá okkur þar sem djammvinkonur okkar og nokkrir vinir þeirra komu til okkar. Ég eldaði lasagna að venju og einn gesturinn kom með grískt salat, rosalega gott. Eftir matinn komu svo tvær stelpur en aðra þeirra töluðum við við á Tip Top kvöldið áður á íslensku. Hún hafði nefnilega verið á íslandi fyrir nokkuð mörgum árum, í sveit fyrir norðan um miðjan vetur. Merkilegt nokk, þá var hún samt afar hrifin af íslandi og fannst æðislegt að tala íslensku. Við gáfum henni smá harðfisk, tímdum ekki að gefa henni mikið og Mummi gaf henni smá Nóa sirius súkkulaði sem henni finnst auðvita besta súkkulaði í heimi. Svo fórum við í bæinn, á einhvern stað sem önnur djammvinkona okkar sagði að væri "bladaður" staður og þar væri spilað teknó á einu dansgólfi. Við brunuðum auðvita þangað þar sem mjög fáir teknóstaðir virðast finnast í stokkhólmi. En þá var þetta eins og síðast þegar fórum eftir því sem hún sagði; allt öðruvísi en lýsingin. Þarna inni voru svona 99% karlmenn en vissulega var spilað ásættanlegt teknó þarna. Og svo var rándýrt inn. Við fórum bara snemma heim, kannski um eitt. Af þessum tveimur kvöldum þar sem Mummi hitti stokkhólmsbúa dró hann þá ályktun að 90% stokkhólmsbúa væru samkynhneigðir og allir skemmtistaðir í stokkhólmi væru fyrir samkynhneigða en ósamkynhneigðum væri líka hleypt inn. |