Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, apríl 25, 2003
 
Tilveran

Ég skoðaði einu sinni tilveruna á næstum hverjum degi. Þeir voru oft með ábendingar um skemmtilegar/áhugaverðar fréttir og umræður, brandara og myndir af sætum stelpum. Svo fór mér að leiðast þófið þar sem myndirnar af stelpunum og ábendingar um einhverja leiðinlega tölvuleiki fóru að taka æ meira pláss og húmorinn og fréttirnar þvældust bara innanum. Mér fannst tilverumenn alveg vera að klúðra þessu og var sannfærð um að aðrir væru sammála mér og að einhver hefði kvartað þegar tilveran gerði könnun meðal lesenda “Af hverju viltu sjá meira á tilverunni” og ég hélt að mér væri borgið. En nei. Meirihlutinn vildi sjá fleiri myndir af stelpunum (sem flestar voru eins; íslenskar smástelpur á djamminu sem fá standpínu í brjóstin og tunguna við það eitt að sjá karlmann um þrítugt með myndavél um hálsinn, merktan .is eitthvað). Eins og góðum ritstjórum sæmir, urðu tilverumenn við þessum óskum og ég hætti að nenna að fara inn á tilveruna.

Núna leiðist mér svo hryllilega í vinnunni og í gær þegar ég var búin að rífressa án breytinga amk. 5 sinnum allar síður sem mér þykja skemmtlegar ákvað ég að kíkja inn á tilveruna aftur. Og jú, þar var nú bara ýmislegt skemmtlegt, m.a. linkur á júróvisjón umfjöllun Kalla, og mér var létt, tilveran mín var komin aftur og ég gat hætt að vesensast sjálf í árangurslausri google-leit að einhverju skemmtilegu. Hugsaði ég mér því gott til glóðarinnar áðan þegar ég sló inn töfraorðin T I L V E R A N . I S Innan um myndir af smástelpunum sem sluppu framhjá dyravörðunum á nýjasta chockobarnum var ekkert nema diss á femínista. “Femínistar fara offari” af því að þeir vilja ekki láta dæma sig eftir útlitinu og að komið sé fram við þær eins og söluvöru “Réttur femínista er að eignast fjölþrepa titrara...því þær fá ekkert annað” (kommon!) og “Femínistar skilja síg frá íslensku samfélagi” af því að þeir vilja EKKI láta dæma sig eftir útlitinu. Hvenær urðu femínistar óvinur íslenskra karlmanna nr. 1? Hvað er að bögga tilverumenn? Sjá þeir ekki óréttlætið sem femínistar eru að berjast gegn? Finnst þeim virkilega allt í lagi að halda uppi samfélagi þar sem kraftar helmings fullfrískra borgara eru ekki nýttir? Finnst þeim allt í lagi að konur fái þau skilaboð allstaðar frá að þær séu ekki eins klárar og að þær “hafi ekki vit á málinu”? Finnst þeim í lagi að stelpur séu bældar niður frá því þær læra að tala og vegna lélegs sjálfstrausts eiga þær mun erfiðara með að verða eins afkastamiklar og þær gætu orðið ef þær hefðu fæðst með typpi? Finnst þeim ójafnréttið allt í lagi af því að það eru ekki þeir sem verða fyrir því?


Nú tel ég mig kannski ekki vera femínista (verð tildæmis seint á sömu skoðun og jafnréttisfulltrúi háskólans sem segir að minnka verði kröfur í stærðfræði og eðlisfræði til að fjölga konum í raun- og verkfræðigreinum) og ég fatta ekki alveg hvert málið er með dirty- weekend (það hefði verið allt í lagi hjá tilverunni að mótmæla þeim æsingi pent) en ég er algjörlega sannfærð um það að stelpur eru jafnklárar og strákar og strákar eru jafn ljúfir og gefandi og stelpur og að íslenskt samfélag er virkilega að tapa á því að gefa út önnur skilaboð. Því segi ég “Berjast stelpur!” og vona að strákarnir á tilverunni muni sjá ljósið fljótt.