Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 23, 2003
 
Ætli það sé ekki best að ég lýsi restinni af páskahelginni: við gerðum ekki neitt.

Jú kannski smá. Fórum í vinnuna til Emelíu á sunnudagsmorgun því hún þurfti að setja eitthvað græ á frostþurkarann og við sýndum mumma útlenskt háskólalab. Hann úrskurðaði að þó það liti aðein öðruvísi út en önnur löb þá væri sama lyktin á öllum lífrænum háskólalöbum. Hann brá sér síðan á hokkíleik í Globen þar sem svíar og finnar spiluðu en við emelía löbbuðum alla leið í miðbæinn, því veðrið var svo gott. Emelía keypti sér skó á 149 SEK og síðan fórum við heim og lögðum okkur aðeins. Mummi kom þreyttur heim af leiknum ákkúrat til að fá ljúffengan kjúkling og síðan fórum við bara að horfa á imbann og sofa. Á mánudeginum sóluðum við okkur alveg fullt á "veröndinni" okkar og við emelía fórum svo á pool námskeið. Það víst að vera próf næst og ég er ógeðslega stressuð, eins og venjulega fyrir próf.

Í gær fór mummi svo að heimsækja vinkonu sína í Gautaborg og við Emelía dunduðum okkur bara, borðuðum ógógott páskaegg og svona. Mummi kemur aftur seinnipartinn á fimtudag og á föstudaginn fáum við emelía ÚTBORGAÐ! jei.