Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 30, 2003
 
Á þriðjudagskvöldið fórum við í mat með pool-félögum okkar og kennurunum á einum pool-staðanna (JoLo). Matartíminn var rosalega skemmtilegur og í fyrsta skiptið eiginlega töluðum íslensku merkikertin við Svíana, sáum sko ekkert eftir því þar sem þetta eru upp til hópa mjög hressar stelpur. Eftirá voru svo að sjálfsögðu teknir nokkir leikir. Langar að koma því að að við Auður unnum 9-ball keppnina, það virðist vera komin hefð á þetta hjá okkur. Lærðum nýja leiki og einnig æfðum við Hrönn okkur mikið í uppsetningu á trikk skotum. Drösluðumst heim rúmlega miðnætti.

Á miðvikudaginn fórum við í Kungsträdgården á Íslendingadaginn. Ég kom ásamt Hrönn soldið seinna en Auður og missti þ.a.l. af aðal atriðinu, forseta Íslands afhenda Victoriu krónprinsessu íslenska hesta. Reyndar kom ég greinilega það seint (16:30) að það var í raun ekkert í gangi nema fólk í básunum og svo hundleiðinleg tónlist á sviðinu. Ég fékk þó 3 lítil hraunstykki (súkkulaðið) sem gladdi mig mjög mikið. Hittum Uppsalaliðið (Snævar, Sigrúnu, Örnu og Karvel) og bættu þau heldur betur upp fyrir leiðinlega dagsskrá. Borðuðum saman íslenskt lambakjöt.
Seinna um kvöldið fórum við Auður og Hrönn á Matrix. Mér fannst hún rosalega skemmtileg þó ég hafi nú verið soldið treg á meðan sýningu stóð og gerði ekki annað en að hnippa í Auði og biðja hana að útskýra fyrir mér. Alla leiðina heim í lestinni útskýrði Auður svo myndina betur fyrir mér.


miðvikudagur, maí 28, 2003
 
Tók þetta af mbl.is:
“Sjónvarpsstöðin Bravo sem heyrir undir NBC-keðjuna hyggst láta frá sér "samkynhneigða útgáfu" af þáttunum um Piparsveininn ("The Bachelor") sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að kynnast. Til að bæta fjöri í spilið verða ekki allir vongóðu þátttakendurnir 15 samkynhneigðir, heldur leynast inn á milli gagnkynhneigðir leikarar sem eiga að reyna eftir megni að þykjast vera samkynhneigðir. Segja framleiðendur þáttanna tilganginn meðal annars að velta upp spurningum um karllegar staðalmyndir, en þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur stefnumótaþáttur er gerður eingöngu um samkynhneigð, en áður hafa stakir þættir í stefnumótaþáttaröðum tekið fyrir samkynhneigðarþemu. Þættirnir, sem skiptast í sex hluta, munu kallast Piltur hittir pilt ("Boy Meets Boy"), og er piparsveinninn eftirsótti 32 ára Kaliforníubúi.”

Og í næsta “eðlilega” Bachelor (sem heitir btw ekki “boy meets girl”) verða lesbískar leikkonur innanum sem þykjast hafa áhuga á Bachelornum. Ein leikkonan er barnahjúkrunarfræðingur sem kann að elda og sauma, hefur unnið á þremur virtum háskólasjúkrahúsum á sinni 23 ára löngu ævi, spilar á fiðlu (hann á píanó), hefur áhuga á mönnum sem hafa áhuga á amerískum fótbolta (eins og honum!!), lestri góðra bóka og útiveru. Þar að auki lítur hún út eins og barn sem Heidi Klum og fyrirmyndarhúsmóðir sjötta áratugarins eignuðust saman. Hann biður leikonunnar auðvitað eftir sex vikna vangaveltur og eftir hafa sært hinar stúlkurnar sem voru þarna í fullri alvöru, með sína mannlegu bresti, sílikonleysi eða –ofgnótt og ekta tilfinningar. Þá segir leikkonan “Allt í plati, rassagati, ég er lesbía.” Ógeðslega fyndið og spennandi og segir okkur allt sem við vissum ekki um kvenlegar staðalímyndir.


þriðjudagur, maí 27, 2003
 
Í gær var síðasti tíminn í poolnámskeiðinu okkar. Við tekur sumarkúrs þar sem við eigum að læra fullt af gagnlegu dóti. Í gær sýndu þau okkur fullt af pooltrikum, svona sem maður getur gert til að heilla sætu stelpurnar í poolsalnum. Þau sýndu nokkur trik þar sem þau voru með 5-9 kúlur á borðinu og allar fóru ofaní vasa í einu skoti eða eina kúlan sem maður var viss um að ekki færi ofan í fór oní. Mjög svalt, eiginlega bara illa svalt. hehe. Í kvöld er svo afslutiningsbuffé hjá poolnámskeiðinu þar sem við munum borða saman og spila síðan pool.

Í gærmorgun rosalegt þrumuveður. Ég var búin að ákveða að sofa til 10 til að reyna ná úr mér kvefi sem neitar að fara en vaknaði rúmlega níu við þessa rosalegu þrumu. Þá þorði ég auðvita ekki út því ég er skíthrædd við þrumuveður og reyndi að sofa þangað til þrumurnar voru hættar (og það er ekki erfitt að ímynda sér hvernig það gekk). Þetta var alveg ótrúlegur hávaði, þrumuveðrið hlýtur eiginlega að hafa verið beint yfir blokkinni okkar. Þessu fylgdi svo ótrúleg molla, það var rigning en samt svona 15-20° hiti. Það er greinilega stórhættulegt að búa í útlöndum.

Var að komast að því (á rás tvö auðvitað) að CSI lagið heitir í alvörunni “who are you?” Hélt það væri bara ég að búa til texta við lalalalæ-ið “whhoo ah yooh” Svona er að vera ljóshærð og illa að sér um Pete Townsend og The Who.
Bara ein vika og 3 dagar þar til við komum heim! Vúajúhú!


mánudagur, maí 26, 2003
 
Það gerðist lítið hjá mér á föstudaginn. Ég var svo hrikalega þreytt að ég ákvað að leggja mig aðeins kl. 20. Að sjálfsögðu var ætlunin að vakna svona þremur korterum síðar, Auður var vekjaraklukkan mín. Vekjaraklukkunni gékk mjög illa að koma mér fram úr og endaði það á því að ég svaf til 10:30 næsta morgun, heldur betur hress og kát. Það var nefnilega nauðsynlegt að vera vel úthvíldur fyrir júróvisjónið. Ég veit þó að Auði varð meira úr verki. Hún lagði júróvisjón-svínakjötið í lög og leigði sér spólu.

Laugardagurinn var heitur og sólin gægðist af og til. Nauðsynjavörum eins og bjór, kol og grillolía voru keyptar. Ætluðum í bæinn en þar sem veðrið var svo gott þá fór allur kraftur úr okkur. Þegar við vorum nýfarnar úr húsinu (til Hrannar og Georgs) uppgötvaðist að Auður var ekki með lestarkortið sitt. Hún heim að leita að debetkortaveskinu sínu en kom beygð til baka. Við heim að leita án árangurs. Þá var ekkert eftir nema að svindla sér í lestina. Ég vil taka það fram að Auður átti hugmyndina af því, ég er að sjálfsögðu afar heiðarleg :)
Þegar við vorum komnar inn í lestina dróg ég upp bjór handa okkur því okkur hafði hitnað í hamsi við leitina og gönguna, og hvað haldiði, debetkortaveskið hennar Auðar valt út úr töskunni. Allt er gott sem endar vel. Af hverju við leituðum ekki í töskunni (leitaði reyndar í litla hólfinu) er óskiljanlegt en alveg dæmigert.
Þegar til Hrannar og Georgs var komið kveiktum við strax í kolunum á nýja grillinu þeirra. Það að kolin væru ekki eins og heima (mun loftkenndari) fór greinilega alveg með okkur; við misreiknuðum hversu mikið þurfti svo þegar loksins kom að því að grilla var nánast enginn hiti enda nánast engin kol eftir. Eftir að hafa staðið úti í klukkutíma til að passa grillið fyrir litlu krökkunum sem voru að hjóla um (því það er bannað að grilla á svölum í blokkum í Svíþjóð!) þá vorum við Hrönn nú ekki alveg á því að gefast upp og reyndum að grilla svínalundirnar. Með skelltum við nokkrum pylsum og þegar okkur tókst varla að grilla þær áttuðum við okkur. Létum Georg og Auði fá kjötið og fórum að horfa á sjónvarpið, okkar hluta var lokið. Maturinn í heild var stórgóður, vorum rétt byrjuð að borða þegar keppnin byrjaði. Mér fannst Birgitta standa sig mjög vel þrátt fyrir að lagið hafi nú ekki verið sérstakt, ekta svona júróvisjóndæmi. Úrslitin voru ágætlega sanngjörn og verst var að Svíar voru mun ofar en við. Bót í máli fannst mér þó að Eistar voru langt fyrir neðan okkur, ég vinn nefnilega með svo mörgum Eistum (m.a. prófessorinn minn), það er nefnilega þvílíkt leim að vera lélegur í júróvisjón! Við studdum Ísland heils hugar og drukkum í hvert sinn sem við fengum stig, þó ekki einn sopi á stig enda hefði það bara endað með ósköpum, og svo drukkum við hálfan sopa fyrir Svía.

Gærdagurinn var rosalegur. Þvílíkur hiti og sól. Og í þokkabót var yfirleitt logn. Fengum okkur morgunverð í bakaríinu og sátum auðvitað úti í sólinni. Fíkurnar voru afar áhugasamar af veru okkar þarna, nema þá kannski að þær hafi séð að við vorum að borða brauð. Þær tóku allavega vel við sér þegar ég fleygði til þeirra nokkrum brauðmolum. Þegar við komum heim, rifum við upp vindsængina okkar og lágum eins og skötur í tæpa 2 tíma á veröndinni. Þetta var aðeins of gott fyrir Íslendingana og tók þá við alllangur göngutúr. Auður dróg mig stóran hring í afar fallegu hverfi þar sem ég hef aldrei labbað áður. Sum húsanna hérna eru svo krúttleg, einbýlishús úr við sem eru máluð ljós. Og á sumum stöðum eru þeir ennþá svo gamaldags að það eru rafmagnsstaurar í götunum og ganga kaplarnir beint inn í húsin.


 
Setti eina nýja mynd af Týra á myndahornið.


föstudagur, maí 23, 2003
 
Nú eru bara tvær vikur þar til við komum heim. Jibbíííííí!

Í gær eldaði ég smá fínan mat handa Emelíu hetju og nýsamþykktum doktorsnema. Sósan var svo ægilega fín og snobbuð að það tók ca. klukkustund að gera hana. Seinna um kvöldið hringdi Sigga sæta frá Íslandi sem við höfum ekki heyrt í í langan tíma. Þær vinkonur töluðu saman í næstum klukkutíma, gaman að því. Á meða kíkti ég með öðru auganu á Anniku Sörenstam ofurgolfara rúlla upp texneskum golfvelli, alveg pollróleg eins og hún væri að spila á golfvellinum í Húsafelli eða álíka. Ýkt svöl.

Á morgun förum við svo til Hrannar og Georgs í júrópartý. Við ætlum að grilla og síðan þegar Birgitta biður okkur um að opna hjörtu okkar ætlum við að heja þannig að allur Stokkhólmur heyri og gefi henni 12 stig. Áfram Ísland!


fimmtudagur, maí 22, 2003
 
Pizzuálögin ætla að halda áfram hjá okkur Auði. Hvað er það með þessar sænsku pizzur, sem betur fer eru þó nokkrir Pizza Hut staðir hérna. Í hádeginu í gær voru pantaðar pizzur og drykkir því það var stór-deildarfundur, allir í deildinni (um 30) mættur sem sagt. Ég hlakkaði til þar sem ég er mikill pizzu-unnandi. Auk þess var ég stórhrifin af sænska kerfinu; pöntunarblað á hurðinni á eldhúsinu daginn áður þar sem hægt var að velja um þrjár pizzur (þ.e. með mismunandi áleggi) og drykki. Ég valdi nr. 1 og 4, pizza með skinku og sveppum og cola. Ég var jafnvel enn ánægðari þegar ég sá að hver og einn fékk heila pizzu, ábyggilega 14". Vonbrigðin byrjuðu hins vegar um leið og ég fékk drykkinn. Cola er ekki Coca Cola, það er Cola og er sænskt. Um leið og ég sá flöskuna varð mér hugsað til Bonus-kóla. Til að slíta mig smá lausa frá viðjum Coca Cola (btw ég hélt virkilega að fólk talaði varla um annað cola, en það er ábyggilega bara á Íslandi) þá drakk ég alla flöskuna og smakkaðist hún ekki svo illa, skammast mín smá fyrir það. Pizzan var seig og með þunnum botni sem smakkaðist ekki vel, nema að það hafi verið áleggið, ég mun víst aldrei komast að því! Sem betur fer varð ég pakksödd eftir hálfa pizzu og gaf þ.a.l. afganginn því ég vildi alls ekki geyma hann til "góðrar stundar".
Þessi reynsla var ábyggilega samt þolanlegri þar sem prófessorinn minn kom til mín fyrir "kræsingarnar" og óskaði mér til hamingju með að hafa verið samþykkt sem doktorsnemi við deildina frá og með 1. júní. Vona bara að ég þrauki þessi 5 ár!


miðvikudagur, maí 21, 2003
 
Commentakerfið

Kæru áhangendur!
Eins og ég sagði í einu commentinu þá telur Ingimundur (faðir commentakerfisins okkar) að gamlir Internet Explorer-ar ráði ekki við commentakerfið því það er í javascript. Þeir sem geta ekki opnað það ættu því að uppfæra explorerinn sinn. Getur það sem sagt verið málið? Þau ykkar sem komast ekki inn, eruð þið með gamla explorera? Eins asnalegt og það er kannski, endilega svarið okkur í commentakerfinu, nú eða sendið okkur e-mail. Við viljum endilega fá botn í þetta mál þar sem það er okkur hjartansmál að heyra í ykkur.


 
Þetta með tjáningakerfið er komið á hreint. Þeir sem eru með Explorer 5.0 eða eldri geta ekki opnað það (því það meikar ekki javascript, eða eitthvað). Svo aldrei þessu vant var þetta ekki klúður hjá okkur. Þannig að þið verðið eiginlega að uppdeita explorerinn ykkar.


þriðjudagur, maí 20, 2003
 
ARG! Bloggsíðan okkar er búin að vera leiðinleg síðan um jól, maður getur ekki editað neitt sem maður er búin að "publish". Og áðan gerði ég target blank helv. kjaftæði á vitlausum stað og get ekki lagað það. jæja, svona er lífið.


 
Hrönn rúlar
Hrönn er sigurvegarinn! Hún sigraði fulltrúa Svíþjóðar í æsispennandi úrslitaleik í gær í 9-ball. Spilað var upp á 3 leiki unna og Hrönn rúllaði sænsku dömunni upp í 5 leikjum. Sænski fulltrúinn var síðan með einhverjar lélegar afsakanir um að gleraugun hennar eitthvað bla eitthvað og kjuðinn ekki nógu góður blabla en það var augljóst að Hrönn var miklu betri og með miklu betra klappstýrulið (okkur Emelíu).

Vinakönnunnuninni lokið
Nú er vinakönnuninni lokið og er Chandler vinnarinn í henni, sem kemur nú kannski ekki mikið á óvart. Hann fær 38% atkvæða en fast á hæla honum er Phoebe með 30%. Joey fékk 18% atkvæða og Rachel og Ross bæði 8%. Monica rekur síðan lestina með ekkert atkvæði.

Ný könnun
Ég er búin að setja inn nýja júróvisjón könnunn sem fjallar þó ekkert um lögin. Kíkið endilega á hana target ="blank" (spurning 3) og gefið atkvæði ykkar.

Helvítis tjáningakerfið
Tjáningakerfið er augljóslega í hassi og við kunnum ekkert að gera við það. Er búin að kíkja á template-ið á síðunni og sé ekkert að því, sem þýðir ekki neitt, þar sem mínir html hæfileikar eru afar takmarkaðir. Held að Emelía ætli að ræða þetta við frænda sinn sem er okkar stoð og stytta í allri tölvuvitleysunni. Við vonum að þetta komist í lag fljótt svo þið getið haldið áfram að tjá ykkur hér. Ef þið eruð alveg að springa má nota gestabókina sem virkar yfirleitt en ekki alveg alltaf.


mánudagur, maí 19, 2003
 
Djöfull áttum við skilið að vinna þegar Selma var í Júróvisjón. Þessi sænska silikonuppblásna gerviljóska var algjörlega að svindla.

"....Don´t work on a sunday..." újei


 
Barnaland Emelíu (frh)

Einn af litlu vinum okkar (Árni Jökull) var að opna heimasíðu sem inniheldur m.a. hæð hans og þyngd, ábyggilega gagngert til að hann gæti fengið upplýsingar um framtíð sína. Ég gat að sjálfsögðu ekki svikið þennan tilvonandi aðdáanda (hann verður það um leið og hann hittir mig!) og teiknaði því upp þyngd hans á móti hæð. Fékk eftirfarandi línu:

Árni Jökull (1-7 mánaða):
y = 192,21x - 6011,36
R2 = 0,99

Til að geta borið saman niðurstöður allra barnanna kannaði ég að sjálfsögðu einnig hérna hversu þungur Árni Jökull verður þegar hann er 170 cm (10 cm frávik). Niðurstaðan er 27 kg (2 kg frávik). Þar sem það er mögulegt að einhver ykkar hafi týnt miðanum sem þið skrifuðuð þyngd Unnar Maríu og Brynjars Daða á þá minni ég ykkur á að áætlað var að Unnur María verði 32 kg (2 kg frávik) en Brynjar Daði 37 kg (3 kg frávik).
Næst lá áhugi minn í aldri barnanna, þ.e. hversu gömul þau verða þegar þau ná 170 cm hæð (10 cm frávik):
Árni Jökull: 3,4 ára (0,3 ára frávik)
Unnur María: 3,8 ára (0,3 ára frávik)
Brynjar Daði: 4,4 ára (04 ára frávik)

Það er því ljóst að Árni Jökull stækkar örast af börnunum og verður orðinn stærri en móðir sín þegar hann verður einunis rúmlega 3ja ára. Ég held að ekki einu sinni Agli Skallagrímssyni hafi tekist þetta (einhvern veginn tókst honum þó að komast upp á hestinn sem hann reið á í afmælisveislu afa síns)! Ég mæli með því til foreldranna að fara að sækja um stöðu í handbolta, körfubolta eða blaki fyrir krakkanna því með með þessa hæð hafa þau allavega 10 ára forskot á jafnaldra sína. Hugsanlega væri þó betra að setja þau í einstaklingsíþrótt, t.d. tennis.

Ég hef þó örlitlar áhyggjur af því hversu há börnin verða þegar þau ná 65 kg þyngd (10 kg frávik).
Árni Jökull: verður 9,2 ára (1,5 ára frávik) og 366 cm (51 cm frávik)
Unnur María: verður 8,2 ára (1,3 ára frávik) og 300 cm (41 cm frávik)
Brynjar Daði: verður 8,4 ára (1,4 ára frávik) og 263 cm (34 cm frávik)

Ég held að ég spái ekki mikið frekar fyrir þessum börnum, það er ekki alltaf gott að vita framtíðina og svo er mig farið að gruna stórlega að það sé nú eitthvað bogið við þetta allt saman. Mér þykir harla ólíklegt að öll þau börn sem tengjast okkur verði í mjög svo undarlegum hluföllum þegar þau eldast.
Með þessa hæð er þó alveg öruggt að íþróttarliðin muni berjast um þau. Þó er líklegt að einhverjir kvillar fylgi þessari óvenjulegu hæð og allar líkur á að læknar muni nú stöðva vöxt þeirra, svo mestu líkur eru nú á því að börnin verði hin eðlilegustu!

Emelía frænka þakkar fyrir sig og óskar börnunum gleðilegs uppvaxtar.




 
Partýhelgi

Þá er sumarið heldur betur komið hjá svíunum og þeir alveg brjálaðir í partístandi. Heyrði nefnilega útundan mér fyrir nokkrum dögum tvær sænskar ræða um það hvað maí væri erfiður mánuður því þá væri veðrið orðið svo gott að maður yrði alltaf að vera gera eitthvað með vinum sínum, plús allt þetta venjulega. jájá. Enníveis, þá var okkur boðið í mat og kojufyllerí til vinnufélaga Emelíu ásamt 3 stelpum sem vinna með þeim. Þau voru samferða heim til Anders en ég átti að hitta þau þar, fékk heimilisfangið hjá Emelíu í gegnum MSN í geðveikum flýti því áður en ég fór í partýið fór ég aðeins á stúdentapöbbinn hér á karolinska með Kristmundi, íslenskum doktorsnema hér, og vinnufélaga hans. Andreas býr í frábæru hverfi, gamla bænum, í húsi þar sem eru nokkuð margar studentaíbúðir. Ég var bara með húsnúmer en ekki íbúðarnúmer eða hæð og eins og sönnum íslendingi sæmir, hafði ég ekki hugmynd um hvert eftirnafnið hans Andersar var. Eftir ráf í vitlausum stigagangi prófaði ég að hringja á fyrstu íbúðina sem ég fann þar sem bjó Anders eitthvað. Þar svaraði hár og myndarlegur karlmaður sem ég kannaðist ekkert við en ég ákvað samt að spyrja eftir Anders. Jú, hann var við, myndarlegi maðurinn benti mér á herbergið hans, sem mér fannst frekar skrýtið, eða svona, að vera með matarboð í litlu herbergi, en ákvað að banka fyrir því. Anders kallar "ja" og ég opna. Þar blasir við mér matargesta- og fatalaus karlmaður með gleaugu á nefinu og lúður í hönd, og lítið ljósblátt handklæði um mittið (sem betur fer!). Ég hrökklast út og segi afsakið og reyni að hlaupa fram á ganginn áður en þeir fatta að ég var þarna, kannski ef ég hverf halda þeir að þetta hafi verið ofskynjanir hjá þeim. En sá fatalausi er eldfljótur að fara í skyrtu,hagræða handklæðinu og fá þann myndarlega í lið með sér. Þeir elta mig og kalla "Vänta, vänta!" og ég neyðist til að snúa við og feisa þá, eldrauð og skömmustuleg. Útskýri fyrir þeim á milli "Förlåt" og "sorry" að sá fatalausi sé rangur Anders. Þeir segjast eiga annan í íbúðinni sinni, spyrja um eftirnafn á mínum Anders, sem ég veit auðvita ekki, en segi þeim að hann sé með fullt af rauðu úfnu hári. Þeirra Anders er ekki þannig, svo ég verða að halda áfram að leita. Verð mjög fegin þegar ég sé að í risinu býr Anders Florén eða eitthvað svoleiðis, því þá rifjast upp fyrir mér að ég vissi alveg eftirnafnið hans, eitthvað F-skrýtið með é-i.
Matarboðið var annars fínt, við æfðum okkur smá í sænskunni og seinna um kvöldið kom Samir sem var leiðbeinandinn minn þegar ég gerði verkefni í hópnum sem Emelía vinnur núna hjá.

Á laugardagsmorgun hringdu djammvinkonur okkar og buðu okkur í partý í tilefni af því að þær hafa verið saman í eitt ár, sem mér skilst að þyki mjög gott í lesbíuheimum. Við mættum auðvita stundvíslega klukkan 6, ægilega sænskar. þá var auðvita enginn kominn nema eini alsænski gesturinn í partýinu. Þær buðu 13 lesbíum og einu heteropari í partýið en heteroparið fór að rífast fljótlega eftir að þau komu og fóru þá heim svo þetta endaði á að vera hreint lesbíupartý og næstum hreint innflytjendapartý. Auðvita var farið í leik, svona af því að við vorum í svíþjóð en ekki sænskan "Ávaxtasalat" eða svoleiðis heldur tólfáraleikinn sannleikann eða kontór. Fórum í bæinn rétt upp úr tíu á Bitch sem er all-girls-club á bát, mjög kósý. Þar vorum við þar til lokaði og skemmtum okkur konunglega.


föstudagur, maí 16, 2003
 
Jæja, bráðabirgðatölur úr sætustelpu- og sætustrákakonnunumnum eru þær að Sean Connery er greinilega langsætastur af þeim sem í boði voru, hann er með 59% atkvæða á meðan þeir sjóðheitu og ungu Affleck og Beckham hafa ekki fengið nein atkvæði. Ég er afar ánægð með ykkur og þessar bráðabirgðatölur úr stelpukönnunninni þar sem kona sem einnig er þekkt sem fallegasta kona í heimi, fyrir utan Emelíu er í toppslagnum. Bjóst ekki við þessu, hélt að t.d. J-Lo myndi fá fleiri atkvæði.
Tölurnar í friendskönnuninni eru alltaf að breytast, Phoebe saxar stöðugt á Chandler. Það er nú kominn tími til að taka þessa könnun út, býst ég við og lýsa Chandler sigurvegara þar sem hann hefur haldið toppsætinu allan tímann.

Nú eru bara 3 vikur nákvæmlega þar til að við Emelía litla förum heim. Við erum orðnar mjög spenntar og ýmislegt er á dagskráinni hjá okkur. Fyrst og fremst auðvita að hitta eins marga vini og ættingja og við getum en svo förum við í tvö brúðkaup, hjá Möggu steinu vinkonu og síðan hjá mömmu, kannski í jeppaferð og í min. 2 partý. Við auglýsum hér með eftir fleiri partýum, helst inn í miðri viku frá 6.júní til 27.júní, við erum nefnilega með alla laugardaga planaða.


fimmtudagur, maí 15, 2003
 
Tjáningakerfið

Fengum ábendingu frá Soffíu um að hún ætti oft erfitt með að komast inn í tjáningarkerfið okkar. Eru fleiri sem hafa lent í þessu? Kerfið virkar alltaf í tölvunni minni en bara í sumum tölvum hjá Emelíu. Þeir sem vilja eitthvað tjá sig um þetta en komast ekki inn í tjáningakerfið geta skrifað í gestabókina eða skrifað okkur póst (audur_m@hotmail.com).

Kosningar

Er búin að vera að hlusta á rás 2 og mér finnst umræðan þar frekar undarleg. Þar er talað eins og samfylkingin hafi beðið stórkostlegan ósigur, bæði af fréttamönnum og talsmönnum samfylkingarinnar, þó þeir hafi bætt við sig 3 þingmönnum og séu nú næstum jafn stórir og sjálfstæðisflokkurinn (sjálfstæðismenn 34%, samfylking 31%). Við hverju bjuggust þeir eiginlega þarna hjá ruv og samfylkingunni? að í einu stökki myndi samfylkingin/stjórnarandstaðan ná að fella ríkistjórn sem var með 38 af 63 þingmönnum, bara af því að Ingibjörg var með?


þriðjudagur, maí 13, 2003
 
ARRRGGG!!!! Er að vinna á lélegustu tölvu í heiminum. Hún er svo slöpp að hún kvartar yfir því að hún sé alveg að fá alzheimer ef ég er með 3 wordskjöl opin og hlusta á rás 2 og stundum tekur hún upp á því að logga mig út alveg sjálf. ég er ekki með nein réttindi, get ekki einu sinni brennt data á disk (og þar með ekki tekið backup) eða rístartað tölvunni og vitaskuld ekki instolað neinu. Ég er búin að vera netsambandslaus í allan morgun því það var einhver error í Internet explorer og hann VARÐ að slökkva á sér um leið og ég hreyfði bendillinn yfir síðunni sem var opin (skipti ekki máli hvaða síða það var)?!? Ég eyddi temporary internet files, gerði "clear history" og breytti um upphafssíðu og þá lagaðist þetta, hef ekki hugmynd um afhverju. Þegar ég var búin að þessu fór ég auðvitað hingað inn og rakti raunir mínar og blótaði tölvunni. Hún var mjög ósátt og sagðist verða að gera data dump og þurrkaði út allt sem ég var búin að skrifa. Tölvur! can't live with them, can't live without them. Var þetta ekki annars sagt um tölvur? Á meðan ég var netsambandslaus dundaði ég mér við að þýða mjög gróflega textana hennar Kristínar Eysteinsdóttur af plötunni "Litir" fyrir sænska kunningjakonu okkar Emelíu. Hún nefnilega fílar þessa skífu í botn (að sjálfsögðu, stórgóð skífa) en þar sem mér þykja textarnir svo mikilvægir ákvað ég að útskýra aðeins fyrir henni um hvað þeir eru. Held að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel en vona að sú sænska verði einhverju nær.

Í gær fórum við í fyrsta skipti í framhaldspoolkúrsinn okkar. Hann var (fannst mér að minnsta kosti) mun skemmtilegri heldur en byrjendakúrsin, aðeins svona rólegra og persónulegra. Gallinn var að ég held að ég hafi verið langlélegasti nemandinn þarna. Svo ætlum við að fara í kúrs í sumar sem á að vera dýpri en þessir kúrsar og þar sem maður fær víst meiri tips um hvernig maður getur sjálfur bætt sig.



mánudagur, maí 12, 2003
 
Komnar 4 nýjar myndir; 2 úr matarboði hjá bekkjarfélaga Auðar seinasta laugardag og 2 af Árna Jökli hennar Byddíar.


 
Kosningarnar virðast hafa gengið vel á Íslandi. Ég helda barasta að á laugardeginum höfum við saknað þess soldið að geta ekki verið með. Ég hef vanalega horft á kosningasjónvarpið, allavega mest allan tíman framan af kveldinu og þó ég sé lítið inn í pólitík þá hef ég haft ágætlega gaman að þessu. Auk þess eru alþingiskosningarnar ekki það oft. Við Auður vorum þó með að því leyti að við kusum seinsasta þriðjudag og svo fórum við í partý á laugardaginn. Það fyndna við að kjósa í útlöndum er að maður þarf sjálfur að kaupa frímerki á umslagið sem kjörseðillinn fer í og póstleggja það líka sjálfur. Við vorum þó nokkuð ánægðar með þann sparnað sem viðgengst; ártalið á umslaginu sem kjörseðillinn var í (það umslag var svo í öðru umslagi, mjög flókið allt saman) var 199_. Þeir hafa sem sagt ekki séð eina einustu ástæðu til að prenta nýja kjörseðla fyrir 21. öldina og átti maður bara að krota yfir þetta 199_ og skrifa 2003. Veit samt ekki hversu mikill hluti af þessu kosningarugli er í raun prentkosnaður fyrir útlendu atvæðin.


fimmtudagur, maí 08, 2003
 
Þar sem morgunmaturinn minn tók því frekar illa að vera étinn og tróð sér út sömu leið og hann kom er ég að hugsa um að fara aftur snemma heim í dag. Ég verð líka að hvíla mig fyrir helgina, ekki get ég legið heima veik um helgi! Við Emelía æltum í bekkjarpartý hjá bekknum mínum á laugardagskvöldið. Ég skrópaði í síðasta partý (og reyndar partýið þar á undan) því þá voru bekkjarfélagar mínir búnir að skipuleggja fyrirfram að hittast og fara í "samkvæmisleiki" en ég hef sterka trú á því að öngvir leikir verði á dagskrá á lau.

Fékk loksins að sjá hvernig rafeindasmásjáinn virkar í morgunn. Maðurinn sem var að sýna mér á hana er rússi og hefur smá skrítinn hreim þannig að ég skildi ekki allt sem hann sagði. Þessi smásjá er þannig búin að hún getur snúið sýninu þannig að hægt er að taka myndir af því næstum hálfan hring og út frá því búa til 3D mynd af einhverjum hlutum í sýninu. Á meðan smásjáinn tekur þessar myndir sjálfkrafa verður að fylgjast með því að hún geri ekkert af sér. Þá situr rússinn aleinn í dimmu herbergi ber hann afrísku trommuna sína svo honum leiðist ekki á meðan hann horfir á myndirnar birtast á tölvuskjánum.

lifið heil



miðvikudagur, maí 07, 2003
 
Ehm! Það er enginn búin að einu sinni þykjast giska í getrauninni!

Fékk eitthvað að gera í vinnunni áðan, það tók hálftíma. Í staðin fyrir að láta mér finnast að ég hafi gert eitthvað í dag leiðist mér bara enn meir heldur en þá daga sem ég er eingöngu að surfa. Ætla heim fljótlega þar sem hor úr mér þekur lyklaborðið og það er ekkert powerpoint í þessari tölvu og við erum með powerpoint heima Ég þarf nefnilega að fara að gera veggspjald um allt ekkertið sem ég hef gert í þessu verkefni.

Í gær gerðust undur og stórmerki. Ég gerði ommelettu og pastasalat í matinn í gærkvöldi og Emelía borðaði bæði með bestu list. Hún spurði ekki einu sinni hvar maturinn væri þegar hún leit yfir borðið heldur borðaði bara með bros á vör. Finnst þetta smá dularfullt en mest frábært.


þriðjudagur, maí 06, 2003
 
Við erum algjörir poolmeistarar! Við komumst upp úr byrjendaflokknum á poolnámskeiðinu okkar. Ég var þvílíkt stressuð en þetta gekk nú bara ágætlega, ekkert á limminu eða þannig. Næst getum við allar þrjár, Ég, Emelía og Hrönn mætt í framhaldskúrsinn næsta mánudag, en hann er í jöfnum vikum (heimska sænska vikukerfi!). Í gær voru kennararnir okkar, rosa sætur strákur sem er næstum meistaraflokksspilari og mjög sæt stelpa sem er tiltölulega nýbyrjuð í poolinu en er samt mjög góð, að reyna að sannfæra okkur um að fara á sumarpoolkúrs sem kostar þúsund SEK. Hljómar mjög spennó en við eigum víst ekki fyrir því :( Langar líka meira að kaupa okkur kjuða.

Finnst ægilega gaman að hlusta á Rás 2 núna, jafnvel þó að Gestur Einar sjái um þennan þátt sem ég er að hlusta á núna og einhverjir brjálaðir pólitíkusar hafi verið að rífast áðan. Er með getraun, í tilefni að bæði því að ég get loksins hlustað á Rás 2 í vinnunni (vantaði heyrnartól) og því að um síðustu helgi hittist gamli árgangurinn minn úr barnaskóla. Sá nokkrar myndir af hittingnum í gær, mér sýndist bara að allir sem voru í þessum árgangi séu orðnir ferlega myndarlegir. Jæja, úr hvaða lagi er þessi bútur "...veit svo vel að líf mitt er einskinsvert..."



mánudagur, maí 05, 2003
 
Komnar nýjar myndir frá stokkhólmi, kíkið endilega á þær hér


 
Jei! Er að hlusta á hádegisfréttir RÚV (síld ofl. áhugavert). Finnst eins og ég sé heima, er með klikkaða heimþrá. Bara einn mánuður þar til við komum heim!


 
Haha! Rebekka sem var í stjórn starfsmannafélags Decode um leið og ég er grunlausa bloggarastelpan. Fattaði það ekki fyrir fimmaura. Gaman að sjá þig í gestabókinni, Rebekka. Merkilegt hvað ísland písland er lítið, meira að segja á netinu.


 
Þeir sem kusu í sætustráka og sætustelpukönnununum fyrir miðjan dag á laugardag (áður en þeim félögum Ben og Matthew var bætt inn) verða að kjósa aftur. Bravenet kosningar virðast núllstillast þegar maður bætir við nýjum valmöguleikum. Reyndar er þetta best svona, þá hafa allir jafna möguleika, æglilega sænskt.

Emelía er búin að vera rosalega dugleg að læra um helgina og ég er búin að vera ægilega dugleg að lesa og horfa á vídeo. Sá tvær mjög góðar myndir eða eininlega eina og níu tíundu úr mynd; "Elska þig að eilífu" sem er dönsk mynd um ca. fertugan giftan lækni sem á þrjú börn og stendur í framhjáhaldi með 23 gellu. Mæli með henni. Svo sá ég About a boy með Hugh Grant en ég náði ekki að klára hana. Sá allt nema bláendinn og það sem ég sá var mjög skemmtilegt. Meðmæli verða hins vegar að bíða þar til ég er búin að sjá alla myndina. Ef hún endar á því að allir verða skotnir af byssuóðum unglingi ætla ég t.d. ekki að mæla með henni.

Í gærkvöldi fórum við svo til Hrannar og Georgs og fengum ljúúúúúfffengt læri af íslensku lambi. mmmMMMMmmm. Ekkert smá gott. Klukkan 9 var svo bein útsending frá úrslitaleiknum í snóker á Euro sport sem við horfðum á (nb! mér var hótað lífláti ef ég myndi ekki horfa, annars hefði ég aldrei horft á íþróttir í sjónvarpinu). Þeir sem voru að keppa vissu svona smá hvað þeir voru að gera, mjög gaman að sjá. Annars er poolprófið okkar í kvöld og ég veit ekki hvort það hafði góð áhrif á mig að sjá svona flinka snókerstráka, er með þvílika minnimáttarkennd.


laugardagur, maí 03, 2003
 
Helvítis hálfvitar. Ætluðum að kaupa ½ L af ís úr vél í hinni frábæru búð Grillhörnan í Fruängen centrum í seinustu viku. Til vonar og vara spurði ég fyrst hvað ísinn kostaði því þegar ég keypti 1 L seinasta haust kostaði hann 70 SEK sem mér finnst nú allt of dýrt (er náttúrulega að miða við verð frá Álfheimaísbúðinni). Aftur lenti ég í veseni með að fá þá til að skilja hvað ég vildi, núna voru það ekki tungumálavandræði heldur heimsku-sænsku-reglur-vandræði. Þeir selja nefnilega bara ísinn í brauðformum og vildu þ.a.l. ekki skilja þegar ég spurði út í hálfa líterinn. Strákurinn spurði á endanum vinnufélaga sinn (ljótur, feitur, gamall mið-austurlandabúi) sem sagði bara einfaldlega þvert nei við mínum óskum. Ég hélt áfram að spyrja því ég hélt auðvitað að hann skildi mig bara ekki því ég sá ekki hvert vandamálið var að fá ísinn í kókglas eins og seinast. Hann skildi mig víst og bar það fyrir sig að yfirmaður hans hefði bannað þeim að selja ís í kókglös og svo labbaði hann bara í burtu. Engin þjónustulund í gangi þarna. Hvert er vandamálið hjá þeim! Maður á alveg eins að geta fengið ísinn í hvaða dollu sem er eins og í þessum heimsku brauðformum, þeir setja síðan upp verðið og þá ákveður maður hvort maður vill ganga að kaupunum. En einfaldlega nei fíla ég sko ekki. Ég þoli ekki þegar það er ekki reynt að koma til móts við kúnnann (mig!) þó þeir séu með heimskulegar reglur og sérstaklega þoli ég ekki þegar fólk fylgir reglum bara til að fylgja þeim en ekki af því að þeir séu sammála þeim af því að þær eru sniðugar eða gagnlegar.

Eitt skil ég ekki og það er af hverju bara einn hefur kosið Rachel í “kosningunni” okkar og ég veit meira að segja hver það var, ég! Ég hef meira að segja gefið ykkur nokkrar vikur til að sjá ykkur um hönd en nú er ég farin að hallast á það að þau ykkar sem kusu hafið bara ekki einu sinni horft á Friends. Hvernig er ekki hægt að elska Rachel, hún er geðveikt fyndin og hefur sko heldur betur farið batnandi með hverri seríunni. Og Monica, líka frábær karakter. And honestly, hver kýs Ross!!! Af hverju er ég að æsa mig svona mikið útaf þessu, jú, ef þið kjósið svona vitlaust í smá könnun hjá okkur þá býð ég nú ekki í ykkur í alþingiskosningunum. Takið ykkur taki og kjósið rétt.


föstudagur, maí 02, 2003
 
Komnar tvaer nyjar kannannir; saetustelpu konnunnin og saetustraka konnununin. Latid endilega vita i kommentakerfinu ef thad er einhver sem verdur ad vera med.


 
Jaeja, tha er komin klemmfredag her, en tad er fostudagur a eftir fridegi og enginn maetir i vinnuna. Fyrirtaekin her hafa nefnilega sed ad thegar starfsmenn maeta i vinnuna tennan eina dag milli fridaga verdur theim ekki mikid ur verki og i stadin fyrir ad pina tha til ad hanga i vinnunni og gera ekkert af viti fa their fri. Tha er starfsmadurinn mjog anaegdur thegar hann kemur til baka eftir 4ra daga helgi og atvinnurekandinn tapadi nanast engu tar sem starfsmadurinn hefdi nanast ekki unnid neitt, hefdi hann maett til vinnu. En eg er islendingur og fer ekki eftir svona bjanareglum og maetti audvitad i vinnuna/skolann i dag. Her er enginn og af thvi ad eg er ekki med lykla, kemst eg ekki inn i tolvuna mina og get ekki gert neitt. Aetla ad dunda mer eitthvad fram eftir en seinna i dag er eg ad fara i pool med Hronn og Emeliu. Poolprofid nalgast og vid thurfum ad aefa okkur.

Á thridjudaginn forum vid emelia i verslunarferd thvi emelia hafdi sed auglysta odyra ithrottasko. Thid sem hafid farid i budir med Emeliu vitid ad tad er ekkert grin. Thad tharf nefnilega ad mata, fara ur og mata gomlu skona, mata tilvonandi nyju skona aftur, labba um, mata gomlu skona, labba um, mata tilvonandi nyju skona aftur og labba heillengi um og velta malinu fram og aftur. Sem betur fer var bein utsending fra heimsmeistaramotinu i snoker synd i budinni thannig ad eg hafdi eitthvad ad gera a milli thess sem eg sagdi, "Thetta eru mjog finir skor, yndid mitt". Audvitad endudum vid a thvi ad kaupa skona, held ad thetta hafi verid agaetis kaup, 500 SEK f. goda ithrottasko. Svo vorum vid eitthvad ad vaeflast um i PUB sem er svona litil kringla og saum tha opna sko a 150 SEK sem vid keyptum audvitad. Sidan keypti eg mer gallabuxur a 300 SEK. Emelia var ordin svo uppgefin eftir skokaupinn ad hun sat inn i matunarklefan a medan eg skodadi og matadi i budinni thar sem gallabuxurnar voru.

Sidan tha hofum vid eiginlega ekki gert neitt, Emelia var ad laera i gaer og eg var bara ad dunda. Horfdi a frekar thunna mynd, Ya-ya flickornas guddomliga hemligheter (Divine secrets of the ya-ya sisterhood). Thad rigndi allan daginn i gaer, sem er bara allt i lagi thvi nu eru tren ordin fullt graen.


fimmtudagur, maí 01, 2003
 

Barnahorn Emelíu



Það virðist sem allir í kringum okkur séu að unga út. Ég veit nú ekki mikið um börn og ákvað því að kanna þær staðreyndir sem ég hef í höndunum því ég er hugulsöm kona og vil að hugsað sé vel um börn sem eru tengd mér. Forsjálni er mjög mikilvæg í þessum efnum. Ég fór því inn á heimsíðurnar hjá Unni Maríu (sem Ósk og Ingvar eiga) og Brynjari Daða (sem Sigga og Gilli eiga). Setti upplýsingarnar um hæð þeirra og þyngd upp í línurit í Excel. Eftirfarandi upplýsingar komu út:

Unnur María (1-6 mánaða)
y = 233,60x - 8181,73
R2 = 0,98

Brynjar Daði (2-6 mánaða)
y = 258,84x - 10101,22
R2 = 0,95

Brynjar Daði (2-10 mánaða)
y = 285,54x - 11830,05
R2 = 0,97

Það sem ég vildi vita var hver þróunin er hjá börnunum. Hversu þung verða þau þegar þau ná fullorðins aldri, þ.e. 170 cm með 10 cm fráviki.
Með þessu áframhaldi mun Unnur María verða 32 kg (2 kg frávik). Ef miðað er við fyrstu 6 mánuði Brynjars Daða þá mun hann verða 34 kg (3 kg frávik) þegar hann verður 170 cm (10 cm frávik). Ef hins vegar er miðað við fyrstu 10 mánuði Brynjars Daða þá reiknast mér að hann verði 37 kg (3 kg frávik).

Það var eins gott að ég fór að kanna þetta því með þessu áframhaldi munu bæði börnin vera allt of létt miðað við hæð. Ég legg því til að næstu þrjú ár muni þau fá hreinan rjóma kvölds og morgna, mikið spik með ketinu og þykkt lag af sméri á brauðið.
Þið munuð verða mér þakklát síðar!