Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, maí 08, 2003
Þar sem morgunmaturinn minn tók því frekar illa að vera étinn og tróð sér út sömu leið og hann kom er ég að hugsa um að fara aftur snemma heim í dag. Ég verð líka að hvíla mig fyrir helgina, ekki get ég legið heima veik um helgi! Við Emelía æltum í bekkjarpartý hjá bekknum mínum á laugardagskvöldið. Ég skrópaði í síðasta partý (og reyndar partýið þar á undan) því þá voru bekkjarfélagar mínir búnir að skipuleggja fyrirfram að hittast og fara í "samkvæmisleiki" en ég hef sterka trú á því að öngvir leikir verði á dagskrá á lau. Fékk loksins að sjá hvernig rafeindasmásjáinn virkar í morgunn. Maðurinn sem var að sýna mér á hana er rússi og hefur smá skrítinn hreim þannig að ég skildi ekki allt sem hann sagði. Þessi smásjá er þannig búin að hún getur snúið sýninu þannig að hægt er að taka myndir af því næstum hálfan hring og út frá því búa til 3D mynd af einhverjum hlutum í sýninu. Á meðan smásjáinn tekur þessar myndir sjálfkrafa verður að fylgjast með því að hún geri ekkert af sér. Þá situr rússinn aleinn í dimmu herbergi ber hann afrísku trommuna sína svo honum leiðist ekki á meðan hann horfir á myndirnar birtast á tölvuskjánum. lifið heil |