Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, maí 01, 2003
Barnahorn EmelíuÞað virðist sem allir í kringum okkur séu að unga út. Ég veit nú ekki mikið um börn og ákvað því að kanna þær staðreyndir sem ég hef í höndunum því ég er hugulsöm kona og vil að hugsað sé vel um börn sem eru tengd mér. Forsjálni er mjög mikilvæg í þessum efnum. Ég fór því inn á heimsíðurnar hjá Unni Maríu (sem Ósk og Ingvar eiga) og Brynjari Daða (sem Sigga og Gilli eiga). Setti upplýsingarnar um hæð þeirra og þyngd upp í línurit í Excel. Eftirfarandi upplýsingar komu út: Unnur María (1-6 mánaða) y = 233,60x - 8181,73 R2 = 0,98 Brynjar Daði (2-6 mánaða) y = 258,84x - 10101,22 R2 = 0,95 Brynjar Daði (2-10 mánaða) y = 285,54x - 11830,05 R2 = 0,97 Það sem ég vildi vita var hver þróunin er hjá börnunum. Hversu þung verða þau þegar þau ná fullorðins aldri, þ.e. 170 cm með 10 cm fráviki. Með þessu áframhaldi mun Unnur María verða 32 kg (2 kg frávik). Ef miðað er við fyrstu 6 mánuði Brynjars Daða þá mun hann verða 34 kg (3 kg frávik) þegar hann verður 170 cm (10 cm frávik). Ef hins vegar er miðað við fyrstu 10 mánuði Brynjars Daða þá reiknast mér að hann verði 37 kg (3 kg frávik). Það var eins gott að ég fór að kanna þetta því með þessu áframhaldi munu bæði börnin vera allt of létt miðað við hæð. Ég legg því til að næstu þrjú ár muni þau fá hreinan rjóma kvölds og morgna, mikið spik með ketinu og þykkt lag af sméri á brauðið. Þið munuð verða mér þakklát síðar! |