Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, maí 26, 2003
Það gerðist lítið hjá mér á föstudaginn. Ég var svo hrikalega þreytt að ég ákvað að leggja mig aðeins kl. 20. Að sjálfsögðu var ætlunin að vakna svona þremur korterum síðar, Auður var vekjaraklukkan mín. Vekjaraklukkunni gékk mjög illa að koma mér fram úr og endaði það á því að ég svaf til 10:30 næsta morgun, heldur betur hress og kát. Það var nefnilega nauðsynlegt að vera vel úthvíldur fyrir júróvisjónið. Ég veit þó að Auði varð meira úr verki. Hún lagði júróvisjón-svínakjötið í lög og leigði sér spólu. Laugardagurinn var heitur og sólin gægðist af og til. Nauðsynjavörum eins og bjór, kol og grillolía voru keyptar. Ætluðum í bæinn en þar sem veðrið var svo gott þá fór allur kraftur úr okkur. Þegar við vorum nýfarnar úr húsinu (til Hrannar og Georgs) uppgötvaðist að Auður var ekki með lestarkortið sitt. Hún heim að leita að debetkortaveskinu sínu en kom beygð til baka. Við heim að leita án árangurs. Þá var ekkert eftir nema að svindla sér í lestina. Ég vil taka það fram að Auður átti hugmyndina af því, ég er að sjálfsögðu afar heiðarleg :) Þegar við vorum komnar inn í lestina dróg ég upp bjór handa okkur því okkur hafði hitnað í hamsi við leitina og gönguna, og hvað haldiði, debetkortaveskið hennar Auðar valt út úr töskunni. Allt er gott sem endar vel. Af hverju við leituðum ekki í töskunni (leitaði reyndar í litla hólfinu) er óskiljanlegt en alveg dæmigert. Þegar til Hrannar og Georgs var komið kveiktum við strax í kolunum á nýja grillinu þeirra. Það að kolin væru ekki eins og heima (mun loftkenndari) fór greinilega alveg með okkur; við misreiknuðum hversu mikið þurfti svo þegar loksins kom að því að grilla var nánast enginn hiti enda nánast engin kol eftir. Eftir að hafa staðið úti í klukkutíma til að passa grillið fyrir litlu krökkunum sem voru að hjóla um (því það er bannað að grilla á svölum í blokkum í Svíþjóð!) þá vorum við Hrönn nú ekki alveg á því að gefast upp og reyndum að grilla svínalundirnar. Með skelltum við nokkrum pylsum og þegar okkur tókst varla að grilla þær áttuðum við okkur. Létum Georg og Auði fá kjötið og fórum að horfa á sjónvarpið, okkar hluta var lokið. Maturinn í heild var stórgóður, vorum rétt byrjuð að borða þegar keppnin byrjaði. Mér fannst Birgitta standa sig mjög vel þrátt fyrir að lagið hafi nú ekki verið sérstakt, ekta svona júróvisjóndæmi. Úrslitin voru ágætlega sanngjörn og verst var að Svíar voru mun ofar en við. Bót í máli fannst mér þó að Eistar voru langt fyrir neðan okkur, ég vinn nefnilega með svo mörgum Eistum (m.a. prófessorinn minn), það er nefnilega þvílíkt leim að vera lélegur í júróvisjón! Við studdum Ísland heils hugar og drukkum í hvert sinn sem við fengum stig, þó ekki einn sopi á stig enda hefði það bara endað með ósköpum, og svo drukkum við hálfan sopa fyrir Svía. Gærdagurinn var rosalegur. Þvílíkur hiti og sól. Og í þokkabót var yfirleitt logn. Fengum okkur morgunverð í bakaríinu og sátum auðvitað úti í sólinni. Fíkurnar voru afar áhugasamar af veru okkar þarna, nema þá kannski að þær hafi séð að við vorum að borða brauð. Þær tóku allavega vel við sér þegar ég fleygði til þeirra nokkrum brauðmolum. Þegar við komum heim, rifum við upp vindsængina okkar og lágum eins og skötur í tæpa 2 tíma á veröndinni. Þetta var aðeins of gott fyrir Íslendingana og tók þá við alllangur göngutúr. Auður dróg mig stóran hring í afar fallegu hverfi þar sem ég hef aldrei labbað áður. Sum húsanna hérna eru svo krúttleg, einbýlishús úr við sem eru máluð ljós. Og á sumum stöðum eru þeir ennþá svo gamaldags að það eru rafmagnsstaurar í götunum og ganga kaplarnir beint inn í húsin. |