Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, maí 27, 2003
Í gær var síðasti tíminn í poolnámskeiðinu okkar. Við tekur sumarkúrs þar sem við eigum að læra fullt af gagnlegu dóti. Í gær sýndu þau okkur fullt af pooltrikum, svona sem maður getur gert til að heilla sætu stelpurnar í poolsalnum. Þau sýndu nokkur trik þar sem þau voru með 5-9 kúlur á borðinu og allar fóru ofaní vasa í einu skoti eða eina kúlan sem maður var viss um að ekki færi ofan í fór oní. Mjög svalt, eiginlega bara illa svalt. hehe. Í kvöld er svo afslutiningsbuffé hjá poolnámskeiðinu þar sem við munum borða saman og spila síðan pool. Í gærmorgun rosalegt þrumuveður. Ég var búin að ákveða að sofa til 10 til að reyna ná úr mér kvefi sem neitar að fara en vaknaði rúmlega níu við þessa rosalegu þrumu. Þá þorði ég auðvita ekki út því ég er skíthrædd við þrumuveður og reyndi að sofa þangað til þrumurnar voru hættar (og það er ekki erfitt að ímynda sér hvernig það gekk). Þetta var alveg ótrúlegur hávaði, þrumuveðrið hlýtur eiginlega að hafa verið beint yfir blokkinni okkar. Þessu fylgdi svo ótrúleg molla, það var rigning en samt svona 15-20° hiti. Það er greinilega stórhættulegt að búa í útlöndum. Var að komast að því (á rás tvö auðvitað) að CSI lagið heitir í alvörunni “who are you?” Hélt það væri bara ég að búa til texta við lalalalæ-ið “whhoo ah yooh” Svona er að vera ljóshærð og illa að sér um Pete Townsend og The Who. Bara ein vika og 3 dagar þar til við komum heim! Vúajúhú! |