Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
laugardagur, maí 03, 2003
Helvítis hálfvitar. Ætluðum að kaupa ½ L af ís úr vél í hinni frábæru búð Grillhörnan í Fruängen centrum í seinustu viku. Til vonar og vara spurði ég fyrst hvað ísinn kostaði því þegar ég keypti 1 L seinasta haust kostaði hann 70 SEK sem mér finnst nú allt of dýrt (er náttúrulega að miða við verð frá Álfheimaísbúðinni). Aftur lenti ég í veseni með að fá þá til að skilja hvað ég vildi, núna voru það ekki tungumálavandræði heldur heimsku-sænsku-reglur-vandræði. Þeir selja nefnilega bara ísinn í brauðformum og vildu þ.a.l. ekki skilja þegar ég spurði út í hálfa líterinn. Strákurinn spurði á endanum vinnufélaga sinn (ljótur, feitur, gamall mið-austurlandabúi) sem sagði bara einfaldlega þvert nei við mínum óskum. Ég hélt áfram að spyrja því ég hélt auðvitað að hann skildi mig bara ekki því ég sá ekki hvert vandamálið var að fá ísinn í kókglas eins og seinast. Hann skildi mig víst og bar það fyrir sig að yfirmaður hans hefði bannað þeim að selja ís í kókglös og svo labbaði hann bara í burtu. Engin þjónustulund í gangi þarna. Hvert er vandamálið hjá þeim! Maður á alveg eins að geta fengið ísinn í hvaða dollu sem er eins og í þessum heimsku brauðformum, þeir setja síðan upp verðið og þá ákveður maður hvort maður vill ganga að kaupunum. En einfaldlega nei fíla ég sko ekki. Ég þoli ekki þegar það er ekki reynt að koma til móts við kúnnann (mig!) þó þeir séu með heimskulegar reglur og sérstaklega þoli ég ekki þegar fólk fylgir reglum bara til að fylgja þeim en ekki af því að þeir séu sammála þeim af því að þær eru sniðugar eða gagnlegar. Eitt skil ég ekki og það er af hverju bara einn hefur kosið Rachel í “kosningunni” okkar og ég veit meira að segja hver það var, ég! Ég hef meira að segja gefið ykkur nokkrar vikur til að sjá ykkur um hönd en nú er ég farin að hallast á það að þau ykkar sem kusu hafið bara ekki einu sinni horft á Friends. Hvernig er ekki hægt að elska Rachel, hún er geðveikt fyndin og hefur sko heldur betur farið batnandi með hverri seríunni. Og Monica, líka frábær karakter. And honestly, hver kýs Ross!!! Af hverju er ég að æsa mig svona mikið útaf þessu, jú, ef þið kjósið svona vitlaust í smá könnun hjá okkur þá býð ég nú ekki í ykkur í alþingiskosningunum. Takið ykkur taki og kjósið rétt. |