Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, maí 20, 2003
Hrönn rúlar Hrönn er sigurvegarinn! Hún sigraði fulltrúa Svíþjóðar í æsispennandi úrslitaleik í gær í 9-ball. Spilað var upp á 3 leiki unna og Hrönn rúllaði sænsku dömunni upp í 5 leikjum. Sænski fulltrúinn var síðan með einhverjar lélegar afsakanir um að gleraugun hennar eitthvað bla eitthvað og kjuðinn ekki nógu góður blabla en það var augljóst að Hrönn var miklu betri og með miklu betra klappstýrulið (okkur Emelíu). Vinakönnunnuninni lokið Nú er vinakönnuninni lokið og er Chandler vinnarinn í henni, sem kemur nú kannski ekki mikið á óvart. Hann fær 38% atkvæða en fast á hæla honum er Phoebe með 30%. Joey fékk 18% atkvæða og Rachel og Ross bæði 8%. Monica rekur síðan lestina með ekkert atkvæði. Ný könnun Ég er búin að setja inn nýja júróvisjón könnunn sem fjallar þó ekkert um lögin. Kíkið endilega á hana target ="blank" (spurning 3) og gefið atkvæði ykkar. Helvítis tjáningakerfið Tjáningakerfið er augljóslega í hassi og við kunnum ekkert að gera við það. Er búin að kíkja á template-ið á síðunni og sé ekkert að því, sem þýðir ekki neitt, þar sem mínir html hæfileikar eru afar takmarkaðir. Held að Emelía ætli að ræða þetta við frænda sinn sem er okkar stoð og stytta í allri tölvuvitleysunni. Við vonum að þetta komist í lag fljótt svo þið getið haldið áfram að tjá ykkur hér. Ef þið eruð alveg að springa má nota gestabókina sem virkar yfirleitt en ekki alveg alltaf. |