Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 23, 2003
 
Nú eru bara tvær vikur þar til við komum heim. Jibbíííííí!

Í gær eldaði ég smá fínan mat handa Emelíu hetju og nýsamþykktum doktorsnema. Sósan var svo ægilega fín og snobbuð að það tók ca. klukkustund að gera hana. Seinna um kvöldið hringdi Sigga sæta frá Íslandi sem við höfum ekki heyrt í í langan tíma. Þær vinkonur töluðu saman í næstum klukkutíma, gaman að því. Á meða kíkti ég með öðru auganu á Anniku Sörenstam ofurgolfara rúlla upp texneskum golfvelli, alveg pollróleg eins og hún væri að spila á golfvellinum í Húsafelli eða álíka. Ýkt svöl.

Á morgun förum við svo til Hrannar og Georgs í júrópartý. Við ætlum að grilla og síðan þegar Birgitta biður okkur um að opna hjörtu okkar ætlum við að heja þannig að allur Stokkhólmur heyri og gefi henni 12 stig. Áfram Ísland!