Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 19, 2003
 
Partýhelgi

Þá er sumarið heldur betur komið hjá svíunum og þeir alveg brjálaðir í partístandi. Heyrði nefnilega útundan mér fyrir nokkrum dögum tvær sænskar ræða um það hvað maí væri erfiður mánuður því þá væri veðrið orðið svo gott að maður yrði alltaf að vera gera eitthvað með vinum sínum, plús allt þetta venjulega. jájá. Enníveis, þá var okkur boðið í mat og kojufyllerí til vinnufélaga Emelíu ásamt 3 stelpum sem vinna með þeim. Þau voru samferða heim til Anders en ég átti að hitta þau þar, fékk heimilisfangið hjá Emelíu í gegnum MSN í geðveikum flýti því áður en ég fór í partýið fór ég aðeins á stúdentapöbbinn hér á karolinska með Kristmundi, íslenskum doktorsnema hér, og vinnufélaga hans. Andreas býr í frábæru hverfi, gamla bænum, í húsi þar sem eru nokkuð margar studentaíbúðir. Ég var bara með húsnúmer en ekki íbúðarnúmer eða hæð og eins og sönnum íslendingi sæmir, hafði ég ekki hugmynd um hvert eftirnafnið hans Andersar var. Eftir ráf í vitlausum stigagangi prófaði ég að hringja á fyrstu íbúðina sem ég fann þar sem bjó Anders eitthvað. Þar svaraði hár og myndarlegur karlmaður sem ég kannaðist ekkert við en ég ákvað samt að spyrja eftir Anders. Jú, hann var við, myndarlegi maðurinn benti mér á herbergið hans, sem mér fannst frekar skrýtið, eða svona, að vera með matarboð í litlu herbergi, en ákvað að banka fyrir því. Anders kallar "ja" og ég opna. Þar blasir við mér matargesta- og fatalaus karlmaður með gleaugu á nefinu og lúður í hönd, og lítið ljósblátt handklæði um mittið (sem betur fer!). Ég hrökklast út og segi afsakið og reyni að hlaupa fram á ganginn áður en þeir fatta að ég var þarna, kannski ef ég hverf halda þeir að þetta hafi verið ofskynjanir hjá þeim. En sá fatalausi er eldfljótur að fara í skyrtu,hagræða handklæðinu og fá þann myndarlega í lið með sér. Þeir elta mig og kalla "Vänta, vänta!" og ég neyðist til að snúa við og feisa þá, eldrauð og skömmustuleg. Útskýri fyrir þeim á milli "Förlåt" og "sorry" að sá fatalausi sé rangur Anders. Þeir segjast eiga annan í íbúðinni sinni, spyrja um eftirnafn á mínum Anders, sem ég veit auðvita ekki, en segi þeim að hann sé með fullt af rauðu úfnu hári. Þeirra Anders er ekki þannig, svo ég verða að halda áfram að leita. Verð mjög fegin þegar ég sé að í risinu býr Anders Florén eða eitthvað svoleiðis, því þá rifjast upp fyrir mér að ég vissi alveg eftirnafnið hans, eitthvað F-skrýtið með é-i.
Matarboðið var annars fínt, við æfðum okkur smá í sænskunni og seinna um kvöldið kom Samir sem var leiðbeinandinn minn þegar ég gerði verkefni í hópnum sem Emelía vinnur núna hjá.

Á laugardagsmorgun hringdu djammvinkonur okkar og buðu okkur í partý í tilefni af því að þær hafa verið saman í eitt ár, sem mér skilst að þyki mjög gott í lesbíuheimum. Við mættum auðvita stundvíslega klukkan 6, ægilega sænskar. þá var auðvita enginn kominn nema eini alsænski gesturinn í partýinu. Þær buðu 13 lesbíum og einu heteropari í partýið en heteroparið fór að rífast fljótlega eftir að þau komu og fóru þá heim svo þetta endaði á að vera hreint lesbíupartý og næstum hreint innflytjendapartý. Auðvita var farið í leik, svona af því að við vorum í svíþjóð en ekki sænskan "Ávaxtasalat" eða svoleiðis heldur tólfáraleikinn sannleikann eða kontór. Fórum í bæinn rétt upp úr tíu á Bitch sem er all-girls-club á bát, mjög kósý. Þar vorum við þar til lokaði og skemmtum okkur konunglega.