Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 22, 2003
 
Pizzuálögin ætla að halda áfram hjá okkur Auði. Hvað er það með þessar sænsku pizzur, sem betur fer eru þó nokkrir Pizza Hut staðir hérna. Í hádeginu í gær voru pantaðar pizzur og drykkir því það var stór-deildarfundur, allir í deildinni (um 30) mættur sem sagt. Ég hlakkaði til þar sem ég er mikill pizzu-unnandi. Auk þess var ég stórhrifin af sænska kerfinu; pöntunarblað á hurðinni á eldhúsinu daginn áður þar sem hægt var að velja um þrjár pizzur (þ.e. með mismunandi áleggi) og drykki. Ég valdi nr. 1 og 4, pizza með skinku og sveppum og cola. Ég var jafnvel enn ánægðari þegar ég sá að hver og einn fékk heila pizzu, ábyggilega 14". Vonbrigðin byrjuðu hins vegar um leið og ég fékk drykkinn. Cola er ekki Coca Cola, það er Cola og er sænskt. Um leið og ég sá flöskuna varð mér hugsað til Bonus-kóla. Til að slíta mig smá lausa frá viðjum Coca Cola (btw ég hélt virkilega að fólk talaði varla um annað cola, en það er ábyggilega bara á Íslandi) þá drakk ég alla flöskuna og smakkaðist hún ekki svo illa, skammast mín smá fyrir það. Pizzan var seig og með þunnum botni sem smakkaðist ekki vel, nema að það hafi verið áleggið, ég mun víst aldrei komast að því! Sem betur fer varð ég pakksödd eftir hálfa pizzu og gaf þ.a.l. afganginn því ég vildi alls ekki geyma hann til "góðrar stundar".
Þessi reynsla var ábyggilega samt þolanlegri þar sem prófessorinn minn kom til mín fyrir "kræsingarnar" og óskaði mér til hamingju með að hafa verið samþykkt sem doktorsnemi við deildina frá og með 1. júní. Vona bara að ég þrauki þessi 5 ár!