Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 30, 2003
 
Á þriðjudagskvöldið fórum við í mat með pool-félögum okkar og kennurunum á einum pool-staðanna (JoLo). Matartíminn var rosalega skemmtilegur og í fyrsta skiptið eiginlega töluðum íslensku merkikertin við Svíana, sáum sko ekkert eftir því þar sem þetta eru upp til hópa mjög hressar stelpur. Eftirá voru svo að sjálfsögðu teknir nokkir leikir. Langar að koma því að að við Auður unnum 9-ball keppnina, það virðist vera komin hefð á þetta hjá okkur. Lærðum nýja leiki og einnig æfðum við Hrönn okkur mikið í uppsetningu á trikk skotum. Drösluðumst heim rúmlega miðnætti.

Á miðvikudaginn fórum við í Kungsträdgården á Íslendingadaginn. Ég kom ásamt Hrönn soldið seinna en Auður og missti þ.a.l. af aðal atriðinu, forseta Íslands afhenda Victoriu krónprinsessu íslenska hesta. Reyndar kom ég greinilega það seint (16:30) að það var í raun ekkert í gangi nema fólk í básunum og svo hundleiðinleg tónlist á sviðinu. Ég fékk þó 3 lítil hraunstykki (súkkulaðið) sem gladdi mig mjög mikið. Hittum Uppsalaliðið (Snævar, Sigrúnu, Örnu og Karvel) og bættu þau heldur betur upp fyrir leiðinlega dagsskrá. Borðuðum saman íslenskt lambakjöt.
Seinna um kvöldið fórum við Auður og Hrönn á Matrix. Mér fannst hún rosalega skemmtileg þó ég hafi nú verið soldið treg á meðan sýningu stóð og gerði ekki annað en að hnippa í Auði og biðja hana að útskýra fyrir mér. Alla leiðina heim í lestinni útskýrði Auður svo myndina betur fyrir mér.