Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, maí 28, 2003
Tók þetta af mbl.is: “Sjónvarpsstöðin Bravo sem heyrir undir NBC-keðjuna hyggst láta frá sér "samkynhneigða útgáfu" af þáttunum um Piparsveininn ("The Bachelor") sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að kynnast. Til að bæta fjöri í spilið verða ekki allir vongóðu þátttakendurnir 15 samkynhneigðir, heldur leynast inn á milli gagnkynhneigðir leikarar sem eiga að reyna eftir megni að þykjast vera samkynhneigðir. Segja framleiðendur þáttanna tilganginn meðal annars að velta upp spurningum um karllegar staðalmyndir, en þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur stefnumótaþáttur er gerður eingöngu um samkynhneigð, en áður hafa stakir þættir í stefnumótaþáttaröðum tekið fyrir samkynhneigðarþemu. Þættirnir, sem skiptast í sex hluta, munu kallast Piltur hittir pilt ("Boy Meets Boy"), og er piparsveinninn eftirsótti 32 ára Kaliforníubúi.” Og í næsta “eðlilega” Bachelor (sem heitir btw ekki “boy meets girl”) verða lesbískar leikkonur innanum sem þykjast hafa áhuga á Bachelornum. Ein leikkonan er barnahjúkrunarfræðingur sem kann að elda og sauma, hefur unnið á þremur virtum háskólasjúkrahúsum á sinni 23 ára löngu ævi, spilar á fiðlu (hann á píanó), hefur áhuga á mönnum sem hafa áhuga á amerískum fótbolta (eins og honum!!), lestri góðra bóka og útiveru. Þar að auki lítur hún út eins og barn sem Heidi Klum og fyrirmyndarhúsmóðir sjötta áratugarins eignuðust saman. Hann biður leikonunnar auðvitað eftir sex vikna vangaveltur og eftir hafa sært hinar stúlkurnar sem voru þarna í fullri alvöru, með sína mannlegu bresti, sílikonleysi eða –ofgnótt og ekta tilfinningar. Þá segir leikkonan “Allt í plati, rassagati, ég er lesbía.” Ógeðslega fyndið og spennandi og segir okkur allt sem við vissum ekki um kvenlegar staðalímyndir. |