Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 06, 2003
 
Við erum algjörir poolmeistarar! Við komumst upp úr byrjendaflokknum á poolnámskeiðinu okkar. Ég var þvílíkt stressuð en þetta gekk nú bara ágætlega, ekkert á limminu eða þannig. Næst getum við allar þrjár, Ég, Emelía og Hrönn mætt í framhaldskúrsinn næsta mánudag, en hann er í jöfnum vikum (heimska sænska vikukerfi!). Í gær voru kennararnir okkar, rosa sætur strákur sem er næstum meistaraflokksspilari og mjög sæt stelpa sem er tiltölulega nýbyrjuð í poolinu en er samt mjög góð, að reyna að sannfæra okkur um að fara á sumarpoolkúrs sem kostar þúsund SEK. Hljómar mjög spennó en við eigum víst ekki fyrir því :( Langar líka meira að kaupa okkur kjuða.

Finnst ægilega gaman að hlusta á Rás 2 núna, jafnvel þó að Gestur Einar sjái um þennan þátt sem ég er að hlusta á núna og einhverjir brjálaðir pólitíkusar hafi verið að rífast áðan. Er með getraun, í tilefni að bæði því að ég get loksins hlustað á Rás 2 í vinnunni (vantaði heyrnartól) og því að um síðustu helgi hittist gamli árgangurinn minn úr barnaskóla. Sá nokkrar myndir af hittingnum í gær, mér sýndist bara að allir sem voru í þessum árgangi séu orðnir ferlega myndarlegir. Jæja, úr hvaða lagi er þessi bútur "...veit svo vel að líf mitt er einskinsvert..."