Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júní 30, 2003
 
Þá erum við aftur komnar til Svíþjóðar og ekki alveg lausar við heimþrá. Íslandsferðin var stórvel heppnuð og við viljum þakka öllum fyrir frábærar móttökur og fyrir að vera svona skemmtilegir. Við vorum svo þreyttar eftir íslandsferðina að við urðum að fara heim klukkan rúmlega tíu úr partýinu sem var hjá vinnufélögum Emelíu kvöldið sem við komum heim. Samt höfðum við skemmt okkur konunglega þar við að reyna að koma sviðum með rófustöppu, hákarli og harðfiski ofan í saklausa Svía og Eista.

Á laugardaginn var okkur boðið í mat til Hrannar og Georgs ásamt Uppsalaliðinu, Örnu, Karvel, Sigrúnu og Snævari. Það var rosa fínt, góður matur og góður stemmari. Uppsalabúar héldu heim með 11:40 bílnum og við trítluðum heim fljótlega á eftir þeim með 4 vídeóspólur í poka sem við fengum lánaðar hjá Hrönn og Georg. Í pokanum voru m.a. 2 fyrstu Ailien myndirnar sem við erum núna búnar að kíkja á. Þrátt fyrir að þær séu báðar nokkuð við aldur voru þær bara ágætar spennumyndir, tvö þó töluvert betri en eitt.

Í dag er síðasti dagurinn í fríinu mínu en á morgun byrja ég sem doktorsnemi hjá Stokkhólmsháskóla en Emelía greyið þurfti að mæta í morgun. Hún hringdi í mig klukkan tíu og þá var verk dagsins að taka til í pósthólfinu því hún hefur ekki lesið vinnupóstinn sinn í 3 vikur og ýmislegt sem hrúgast upp við það. Ég ætla að hitta hana á JoLo & Co á eftir en þá er áframhaldandi poolnámskeið. Við verðum örugglega skammaðar því við fórum bara einu sinni í pool á íslandi.

Við fyrirhugum að taka aftur upp reglulegar færslur, sem lágu niðri á meðan við vorum á íslandi vegna takmarkaðs netsambands og vonum að þið haldið áfram að fylgjast með okkur og skrifa komment og í gestabókina (Takk fyrir kveðjuna Ósk, og sömuleiðis takk fyrir síðast þetta var frábært!). Fljótlega koma myndir frá íslandsferðinni en þær eru í framköllun. Við tókum ca. 150 myndir og Emelía tók þær flestar þannig að það er ekki mikið af myndum af litlum fulgum og ljótum hálendisblómum eins og mér hættir til að taka. Ferðasagan verður líklega mest í gegnum þessar myndir þar sem við gerðum svo mikið heima að það verður allt of mikil vinna að skrifa það allt.


mánudagur, júní 09, 2003
 
Kæru aðdáendur

Við erum sem sagt komnar til Íslands. Flugið var alveg bærilegt, við vorum mun fljótari en áætlað var sem er þrælgott því ég veit um fátt leiðinlegra en að fljúga; fengum meira að segja góðan mat, kjúklingabringur. Mamma og Anna Snædís (móðursystir) sóttu okkur. Við vorum orðnar örlítið áhyggjufullar hvort þær hefðu gleymt okkur en þær komu á umsömdum tíma. Á föstudagskvöldið var okkur boðið í fínan mat (lambalæri) hjá tengdó, sem er svo elskuleg að lána okkur Twingoinn hennar í tvær vikur. Við höfðum í huga að skreppa á kaffihús og fá okkur svona eins og eina ölkrús en um 22 vorum við alveg búnar og fórum að sofa enda klukkan þá um miðnætti í Svíaríki. Auk þess máttum við ekki vera syfjaðar á laugardeginum. Vöknuðum snemma til að massa heimsókn upp í sveit fyrir brúðkaupið. Vorum sem sagt afar séðar að mæta í hádegismat til ömmu og afa á Vorsó, fengum svið og grjónagraut; mér fannst það æðislegt enda ekki fengið svið í nokkur ár og reyndi að elda grjónagraut í vetur (sem ætti nú ekki að vera erfitt!!) með miður góðum árangri. Við Auður erum búnar að ákveða að fara með svið til Svíþjóðar því við förum beint í partý þegar við komum heim þar sem allir eiga að koma með eitthvað smá matarkyns frá sínu heimalandi. Við ætlum sem sagt alveg að ganga frá þessum vinnufélögum mínum því við ætlum líka að mæta með hákarl en þeir sem verða nógu stórir og þora að smakka fá smá brennivín að launum.
Brúðhjónin (Haddi og Magga Steina, vinkona Auðar) voru gefin saman í Selfosskirkju og veislan haldin í Tryggvaskála. Vígslan var afar skemmtileg og táraðist ég við glæsilegan söng fallegrar konu (hún hefur víst verið tvisvar bakrödd í Eurovision og svo var hún í ABBA sjóvinu). Í veislunni vorum við svo heppnar að fá borðið sem var næst brúðhjónunum og fengum því að dást af þeim allan tímann, auk þess sem borðið okkar var annað í röðinni að matnum! Salurinn var æðislega fallegur, skreyttur af móður brúðarinnar og frænkum (að ég held), og allt annað var til fyrirmyndar. Ég sá strax að svona ætla ég sko að hafa mitt brúðkaup. Forrétturinn, aðalrétturinn (svín og lambakjöt) og marsipanbrúðarkakan var bráðgott en það er sko ekki sjálfgefið að marsipankökur séu góðar (allavega að mínu mati og Ingvars!). Brúðhjónin stigu meira að segja sitt afbrigði af brúðarvalsinum. Veislan teigðist út í Pakkhúsið eftir lokun Tryggvaskála og við Auður enduðum svo í einhverju partýi hjá einhverjum grillum fyrir ofan Guðnabakarí, könnuðumst reyndar við eina stelpu í partýinu.
Á sunnudeginum fengum við lambalæri hjá ömmu á Grænó (gistum þar) og var það þriðji dagurinn í röð. Mössuðum fleiri heimsóknir. Byrjuðum á ömmu hennar Auðar í Sandvík sem bauð upp á kökur og læti. Fórum svo í skreppitúr til Möggu Steinu og Hadda, þau voru í óðaönn að taka upp pakkana. Svo var það Solla frænka en Inga frænka var ekki heima. Þutum svo í fermingaveislu hjá frænda hennar Auðar í Hveragerði til að kasta kveðju á ættingjana, við vorum nú boðflennur og borðuðum ekkert enda ekki svangar eftir læri og kökur. Ætluðum að bruna í bæinn þegar Auður fattaði að hún hefði gleymt kápunni sinni hjá Sollu. Náðum í kápuna og kíktum þá á Ingu og Gumma í leiðinni og auðvitað guðsoninn; hann var afar glaður að sjá mig. Við græddum heldur betur á þessari heimsókn því við fengum 6 filmur gefins, við röfluðum nefnilega svo mikið yfir því að hafa ætlað að kaupa okkur filmu í Kaupfélaginu á Selfossi á laugardeginum en hættum við því hún kostaði 910 kr og við erum ennþá í sjokki. Auk þess fengum við myndir á geisladisk úr útflutningspartýinu okkar á Kleppsvegi seinasta ágúst. Þegar við vorum komnar heim í Kópavoginn (búum hjá mömmu og pabba) drifum við okkur að hafa samband við Mumma. Við hringdum nefnilega í hann um sunnudagsnóttina um 5 leytið til að fá hann til að halda partý um kvöldið, vorum víst ekki alveg með á nótunum hvernig tímanum leið þar sem það var bjart úti og við í fullum fíling. Fengum okkur hamborgara á Stælnum og fórum saman í pool.
Í dag fengum við okkur nýtt gsm númer, 663 8632, ég endurtek 663 8632, sem við munum vera með þar til við förum heim. Ykkur er að sjálfsögðu öllum frjáls að hringja í okkur nánast hvenær sem er. Fengum kakó hjá pabba hennar Auðar, alltaf jafn gott, og erum núna í útskriftarveislu systkina hennar okkur til heiðurs.

Þið munið 663 8632


fimmtudagur, júní 05, 2003
 
Bara einn dagur þangað til við komum til Íslands. Ætli það sé þá ekki tilhlýðilegt að leyfa ykkur að fá smá sneið af aulahúmornum mínu. Ég rakst nefnilega á afar áhugaverða setningu í grein sem ég las í vikunni. Ég var afar ánægð með þessa uppgötvun þar sem að margir halda að fólk innan vísindageirans hafi ekkert skopskyn, en það er ekki satt. "Such constructs may serve as cell-permeable probes for intracellular protease activity by detection of FRET [20] with optimised FRET characteristics." Btw, ég man ekki neitt um hvað þessi grein var, þetta var það eina eftirminnilega :)


mánudagur, júní 02, 2003
 
Helgin hjá okkur var sólbjört og ánægjuleg. Á föstudaginn keyptum við miða á Gay pride sem er hér í Stokkhólmi 30.júlí til 3. ágúst. Hér duga ekkert minna en 5 dagar til að vera stolt og miðana verður maður vitaskuld að kaupa með 2ja mánaða fyrirvara (aðallega af því að þegar við komum til baka verða þeir dýrari). Síðan fórum við í pool að venju og svo heim að kúra f. framan sjónvarpið. Á laugardaginn átti sko að gera hluti, taka til og þvo en okkur varð ekkert úr verki því veðrið var svo gott að við tímdum ekki að vera inni. Á rölti okkar um fruängens centrum í blíðunni rákumst við á auglýsingu frá "lilla krogen" þar sem tveir fangaútlítandi menn um 30 áttu að spila "popp och rock" frá níu til eitt. Auðvitað ákváðum við að kíkja þangað og skemmtum okkur bara ágætlega, þrátt fyrir afleita en ágætlega flutta tónlist. Við vorum ekki búnar að vera þarna lengi þegar maðurinn á næsta borði vatt sér að okkur og spurði hvort við værum saman. Okkur brá smá, héldum að hann ætlaði að vera með leiðindi en þá vildi hann bara hrósa okkur fyrir að sýna að við værum par. Lesbíur eru sumsé sjaldséðir fuglar í fruängen. Og auðvita endaði samtal okkar á því að við lofuðum að senda honum upplýsingar um Norrænu og Sniglana því hann og mótorvini hans "hefur alltaf langað til að koma til íslands". Djöfull skuldar ferðamálaráð okkur mikin péning. Á sunnudaginn böðuðum við okkur meira í sólinni og létum verða af því að þvo þvottinn og brjóta hann saman en ég á enn eftir að skúra gólfin. Emelía stóð samt við sinn hluta af verkaskiptingu helgarinnar og þreif baðherbergið, hún er svo dugleg.

Í vikunni stendur svo bara til að pakka og telja niður. Bara 4 dagar. víííííííííííí