Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júní 30, 2003
 
Þá erum við aftur komnar til Svíþjóðar og ekki alveg lausar við heimþrá. Íslandsferðin var stórvel heppnuð og við viljum þakka öllum fyrir frábærar móttökur og fyrir að vera svona skemmtilegir. Við vorum svo þreyttar eftir íslandsferðina að við urðum að fara heim klukkan rúmlega tíu úr partýinu sem var hjá vinnufélögum Emelíu kvöldið sem við komum heim. Samt höfðum við skemmt okkur konunglega þar við að reyna að koma sviðum með rófustöppu, hákarli og harðfiski ofan í saklausa Svía og Eista.

Á laugardaginn var okkur boðið í mat til Hrannar og Georgs ásamt Uppsalaliðinu, Örnu, Karvel, Sigrúnu og Snævari. Það var rosa fínt, góður matur og góður stemmari. Uppsalabúar héldu heim með 11:40 bílnum og við trítluðum heim fljótlega á eftir þeim með 4 vídeóspólur í poka sem við fengum lánaðar hjá Hrönn og Georg. Í pokanum voru m.a. 2 fyrstu Ailien myndirnar sem við erum núna búnar að kíkja á. Þrátt fyrir að þær séu báðar nokkuð við aldur voru þær bara ágætar spennumyndir, tvö þó töluvert betri en eitt.

Í dag er síðasti dagurinn í fríinu mínu en á morgun byrja ég sem doktorsnemi hjá Stokkhólmsháskóla en Emelía greyið þurfti að mæta í morgun. Hún hringdi í mig klukkan tíu og þá var verk dagsins að taka til í pósthólfinu því hún hefur ekki lesið vinnupóstinn sinn í 3 vikur og ýmislegt sem hrúgast upp við það. Ég ætla að hitta hana á JoLo & Co á eftir en þá er áframhaldandi poolnámskeið. Við verðum örugglega skammaðar því við fórum bara einu sinni í pool á íslandi.

Við fyrirhugum að taka aftur upp reglulegar færslur, sem lágu niðri á meðan við vorum á íslandi vegna takmarkaðs netsambands og vonum að þið haldið áfram að fylgjast með okkur og skrifa komment og í gestabókina (Takk fyrir kveðjuna Ósk, og sömuleiðis takk fyrir síðast þetta var frábært!). Fljótlega koma myndir frá íslandsferðinni en þær eru í framköllun. Við tókum ca. 150 myndir og Emelía tók þær flestar þannig að það er ekki mikið af myndum af litlum fulgum og ljótum hálendisblómum eins og mér hættir til að taka. Ferðasagan verður líklega mest í gegnum þessar myndir þar sem við gerðum svo mikið heima að það verður allt of mikil vinna að skrifa það allt.