Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, júní 02, 2003
Helgin hjá okkur var sólbjört og ánægjuleg. Á föstudaginn keyptum við miða á Gay pride sem er hér í Stokkhólmi 30.júlí til 3. ágúst. Hér duga ekkert minna en 5 dagar til að vera stolt og miðana verður maður vitaskuld að kaupa með 2ja mánaða fyrirvara (aðallega af því að þegar við komum til baka verða þeir dýrari). Síðan fórum við í pool að venju og svo heim að kúra f. framan sjónvarpið. Á laugardaginn átti sko að gera hluti, taka til og þvo en okkur varð ekkert úr verki því veðrið var svo gott að við tímdum ekki að vera inni. Á rölti okkar um fruängens centrum í blíðunni rákumst við á auglýsingu frá "lilla krogen" þar sem tveir fangaútlítandi menn um 30 áttu að spila "popp och rock" frá níu til eitt. Auðvitað ákváðum við að kíkja þangað og skemmtum okkur bara ágætlega, þrátt fyrir afleita en ágætlega flutta tónlist. Við vorum ekki búnar að vera þarna lengi þegar maðurinn á næsta borði vatt sér að okkur og spurði hvort við værum saman. Okkur brá smá, héldum að hann ætlaði að vera með leiðindi en þá vildi hann bara hrósa okkur fyrir að sýna að við værum par. Lesbíur eru sumsé sjaldséðir fuglar í fruängen. Og auðvita endaði samtal okkar á því að við lofuðum að senda honum upplýsingar um Norrænu og Sniglana því hann og mótorvini hans "hefur alltaf langað til að koma til íslands". Djöfull skuldar ferðamálaráð okkur mikin péning. Á sunnudaginn böðuðum við okkur meira í sólinni og létum verða af því að þvo þvottinn og brjóta hann saman en ég á enn eftir að skúra gólfin. Emelía stóð samt við sinn hluta af verkaskiptingu helgarinnar og þreif baðherbergið, hún er svo dugleg. Í vikunni stendur svo bara til að pakka og telja niður. Bara 4 dagar. víííííííííííí |